17 November 2010

Aðventukransar


Sæl og bless
jæja það er nú bara rúmlega vika í 1. sunnudag í aðventu svo ég set hér inn nokkrar myndir af aðventukrönsum

Þessa aðventuskreytingu gerði ég fyrst fyrir jólin 2007 og hef oft gert hana síðan enda
fljótleg og einföld

Þennan aðventukrans gerði ég fyrir jólin 2006 ú 3 skonar greni, ég setti gamaldags jólasveina-glansmyndir á kertin, svo setti ég blúnduborða um hvert kerti og hvítar gerfirósir með glimmer og gerfisnjó á milli kertana. Kransinn setti ég svo á tertufat til þess að lyfta honum aðeins upp frá borðinu.

Þessi fallegi vírakrans er frá Himneskum herskörum

Þetta er náttúrulega danskt


Meira jóla seinna Kveðja Adda

No comments:

Post a Comment