24 February 2012

Takk

Kæru bloggvinir
takk fyrir allar heimsókninar það hefur komið mér skemmtilega á óvart hvað það eru margir sem kíkja hér inn það er ótúlegasta fólk sem snýr sér að mér á götu og segist skoða bloggið. Ég vill sérstaklega þakka þeim sem gefa sér tíma til að skrifa í kommentin það er ótrúlega gaman að fá klappa á bakið og sjá að fólk hefur áhuga á því sem ég er að gera. Ég er líka búin að eignast góða bloggvini sem eru að gera sviðað hluti og með sömu áhugamál sem ég hefði ekki kynnst annars. TAKK FYRIR MIG!

Ég er með ýmisleg smáverkefni í gangi á heimilinu sem ég er ekki búin að klára það gengur allt eitthvað svo hægt hjá mér þessa dagana. Ég set inn myndir af því það tilbúið en meðan þá skulum við bara að hafa það notalegt svona í helgarbyrjun. Ég get ekki beðið eftir smá dekurhittingi á morgum með yndislegum vinkonum og finnst alveg við hæfi að vera í smá bleiku skapi í dag.



Ég myndi örugglega drekka meira te ef það liti svona fallega út


Það er ekki laust við að manni sé farið að dreyma um sumar og sól


Hér sjáið þið hvað bleikt gefur lífinu lit
og ekki væri nú ónýtt að eiga svona fallega skó þó maður gæti bara setið í þeim
fást hér ef þið hafið áhuga


Dásemdin ein



Skál í boðinu


Má bjóða ykkur makkarónukökur í desert?

Ég fann ekki uppruna myndanna en þær eru af spjaldinu mínu á Pinteres 

Vonandi hafið þið það gott um helgina.

kveðja Adda

4 comments:

  1. Dásamlegar myndir og svo mikið vor í þeim.

    ReplyDelete
  2. Hæ hæ
    Maðurinn þinn benti mér á síðuna þína þegar ég sótti Hildi Sólveigu í gær, ég sá hvað var að gerast í forstofunni. Ég hef sama áhugamál, nema ekki svona virk eins og þú. Fallegir hlutir sem þú gerir og æðislegur bleiki stóllinn. Ég er í VMA í hönnun og textíl og ætla í húsgagnasmíði í haust. Hlakka til að fylgjast með þér hér.
    Kv. Sara

    ReplyDelete
  3. Takk fyrir það Sara og velkomin sem oftast í heimsókn ;)

    ReplyDelete
  4. Já bleikt gefur nefnilega lífinu lit Adda, hér sýnirðu svo skemmtilega fram á það, takk fyrir þetta :)

    ReplyDelete