01 February 2012

Vasasafnið

Ég er að safna gömlum blómavösum og var búin að hugsa mér að hafa ofan á píanóinu ef ég kem því einhverntíman inn í stofu;)


Þetta er nýjasta dýrindið í safninu en Sigrún vinkona gaf mér þennann vasa í jólagjöf,  hann er ótrúlega flottur og alveg níðþungur


Lísa systir færði mér þennann í afmælisgjöf hann er í uppáhalds bleika litnum mínum en ég er að safna þessum liti í gleri


Bóndarósavasinn hennar ömmu á Húsavík sem ég fékk eftir hennar dag hann er alveg dásamlegur og amma var svo oft með sínar fallegu bóndarósir í honum


Bleika glerið aftur


Þessa bleiku skál keypti ég mér fyrir jólin í Húsi fiðrildana sem er antikbúð í Reykjavík


Ég keypti þessa litlu skál í Frúnni í Hamborg núna á útsölu og stóra skúlptúr vasann á bakvið keypti ég í Dæli en þar er flóamarkaður á sumrin


Þessa litlu fallegu skál áttu amma og afi á Húsavík og síðan sem  mamma gaf mér hana í bleika safnið. Ég á líka stórt tertufat á fæti, tertudisk, ferkantað fat og tvær litlar flöskur í þessum sama bleika lit


Hér er svo allt safnið saman komið

kveðja Adda

2 comments:

  1. Það er allt svo fallegt þetta gamla gler og gaman þegar því er svona vel haldið til haga og fær að njóta sín. Gaman væri að heyra af fleirum en mér og þér sem safna þessu gammelbleika gleri... :)

    ReplyDelete
  2. hæhæ:) mig langar að forvitnast um myndirnar sem þú gerir, Langar svo að panta þannig hjá þér, myndirnar eru 5 stk í ramma,,, Nafnið, fædd, stjörnumerkið, lífstalan og eitt annað hehe... mátt endilega senda mér email.
    Odis10@hotmail.com

    MBK Þórdís :)

    ReplyDelete