Fyrir rúmlega ári síðan fór ég að dunda mér við að gera mér festar og armbönd eins og ég vildi en ég fékk ekki í búðum. Eiginlega byrjaði þetta allt með armbandi. Mér langaði í armband með frekar stórum perlum ljósum perlum og björtum fallegum litum, silfur og semelíusteinum í bland. Ég fann hvergi eitthvað þessu líkt í búðum en átti afgangs perlur sem voru of stórar á perlukrossa sem ég er búin að vera að gera í mörg ár. Ég byrjaði að raða saman og úr varð armband sem ég var mjög ánægð með. Síðan fór ég að gera síðar festar því mig langaði í síða festi með einni kúlu neðan úr. Svo fóru vinir, ættingjar og vinnufélagar að biðja mig um að gera fyrir sig og þar með fór boltinn að rúlla og hefur varla stoppað síðan.
En hér er smá sýnihorn. Gjörið þið svo vel!
Ef þið hafið áhuga á að kaupa skart þá getið þið haft samband við mig hér (ég er með netfangið addahr@torg.is) eða á Facebook síðunni minni sem heitir "Festar og fallegt skart"
Eigið ánægjulega helgi
kveðja Adda
Fallegt !!!
ReplyDeletekv.Auður
Mikid fallegt hèr :)
ReplyDeleteGaman ad finna thitt blogg aftur :)
KV Anna lisa frà Norge
takk fyrir það og gaman að sjá þig hér Anna Lísa ég fylgist alltaf reglulega með þér því sem þú ert að gera. Ég er reyndar að fara til Noregs í apríl með leikskólanum sem ég vinn hjá, við erum að fara að skoða leikskóla í Noregi.
Deletekveðja Adda