Stundum er eins og manni vanti smá orku til að klára vikuna og þá er gott að hafa eitthvað til að peppa sig upp. Ég hef lengi verið að safna alls konar textum og veggspjöldum af netinu. Mér fannst eitthvað svo tómlegt hjá mér eftir jólin að ég prentaði út tvö veggspjöld á ljósmyndapappír og setti í myndaramma frá IKEA
JOY, HOPE, PEACE, BELIEVE er ekki bara jóla heldur gildir allt árið
Þetta er náttúrulega bara klassi og er til í ótal útfærslum.
Ég keypti 2 Söndrum ramma í IKEA stærri rammin var 21x30 cm og minni ramminn var 18x24 cm. Svo er alltaf hægt að skipta ef maður verður leiður á þessum texta og setja nýjann í staðinn. Ódýr og sniðugur kostur.
Hér fyrir neðan setti ég nokkur spjöld.
Þetta er það sem ég notaði en það þolir ekki mikla stækkun
Það er oft betra að prófa að prenta myndina út í svat/hvítu fyrst til að sjá hvort hún þoli stækkunina og verði ekki óskýr.
Þetta er það sem ég notaði
Kveðja Adda
Já orð geta verið svo mögnuð. Flott hjá þér og takk fyrir að deila þessu :)
ReplyDeleteBloggið þitt er orðið eitt af uppáhalds bloggunum mínum, Takk fyrir, Hanna
ReplyDeleteÉg fyllist gleði og finnst ég hafa fundið tínda vinkonu við það að ramba á bloggið þitt, ég þarf greynilega að senda mitt blogg í andlitsliftingu en mér þætti gaman að þú kíkti á það........
ReplyDelete123.is/baraanna
hrtinni er lykilorðið en það er læst um stundasakir.
k.kv.Anna húsmóðir á Austfjörðum
Takk fyrir Það stúlkur og velkomin Anna ég er búin að kíkja á bloggið þitt og á örugglega eftir að vera fastagestur. Þú skrifar svo skemmtilega og gaman að sjá að þú ert líka með múminálfadellu;)
ReplyDeletekveðja Adda