19 February 2012

Konudagur

Sælar systur og til hamingju með daginn. 
Ég er mikið fyrir að halda upp á íslenska daga en minna spennt fyrir að taka upp ameríska siði eins og valentínusardaginn mér finnst við eiga alveg nóg af skemmtilegum íslenskum dögum til að halda upp á. Uppáhalds dagurinn minn fyrir utan afmælið mitt sem er á 1. maí, er sumardagurinn fyrsti en það er eldri hefð á íslandi að gefa sumargjafir heldur en jólagjafir. Ég gerði nokkur hjörtu í tilefni af konudeginum og þið getið séð þau fleiri á facebook síðunni minni Festar og fallegt skart þau kosta 2500 krónur. Ég byrjaði daginn á bröns á veitingastaðnum 1862 Nordic bistro í menningarhúsinu Hofi og það var alveg dásamlega notalegt og nú mallar lærið í ofninum sem minn heitt elskaði er að elda á meðan ég blogga. En hér kemur smá konudagsstemming á mínu heimili.









Þetta yndislega rómantíska box fékk ég í þeirri dásamlegu búð
Frúnni í Hamborg






Þessi vatnsflaska er mjög sniðug en á henni stendur "Vatn fyrir alla" og það erhún Auður Helena Hinriksdóttir sem á heiðurinn af þeirri merkingu en hún tekur að sér alls konar merkingar undir heitinu Kai merkingar. Sérstaklega sniðugt að merkja vínflöskur handa þeim sem eiga allt.


Ég vona að þið eigið góðan og rómantískann dag

kveðja Adda

2 comments:

  1. Svo kvenlegt, notalegt og heimilislegt :) Hjörtun slá alveg í gegn!

    Finnum okkur góða stund við tækifæri í hressilegt hugarflug Adda mín,
    kær kveðja,
    K.

    ReplyDelete
  2. takk fyrir konudagskveðjuna!
    mín er víst örlítið síðbúin ;-)

    ReplyDelete