Það er orðið dálítið langt síðan ég ef fjallað um íslenska hönnun hér á blogginu mínu og því er það orðið löngu tímabært við eigum svo marga flotta íslenska hönnuði. Þóra Finnsdóttir er leirlistamaður sem er að gera það gott í Danmörku, undir merkinu Finnsdottir, Hún hannar skartgripi, vasa, ljós, kertastjaka og fleira. Þegar ég fór suður síðast þá sá ég muni frá henni í Mýrinni í Kringlunni og þeir eru dásamlega fallegir, ég væri alveg til í svona babúskuvasa og skartgripina.
Hér á facebook getið þið séð meira um Finnsdottir.
Ljós
Eyrnalokkar
Blómavasar og kertastjakar
Babúskublómavasar
Hálsfestar
Lampar
Ég skora á ykkur að fylgjast með Þóru hún á framtíðina fyrir sér og það verður gaman að sjá hvað hún kemur með næst
kveðja Adda
No comments:
Post a Comment