09 February 2011

Uppáhalds listamaðurinn minn

Ég á mér eiginlega tvo uppáhalds listamenn og svo skemmtilega vill til að þau eru hjón og heita Jón Laxdal og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Í dag ætla ég að kynna fyrir ykkur annað þeirra en það er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.


Aðlheiður er fædd á Siglufirði 23.júni ´63. Hún fluttist til Akureyrar ´86 og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93. Hún hefur unnið mikið með Dieter Roth akademíunni ásamt ótal öðrum listamönnum. Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Freyjulundi rétt fyrir utan Akureyri.
Aðalheiður hefur haldi fjölda einkasýninga tekið þátt í ótal samsýningum, gjörningum og fleira bæði hérlendis og erlendis. Hún er ótrúlega hugmyndarík og skemmtilegur listamaður.
Fyrir rúmlega 2 árum fór hún af stað með 50 sýninga röð sem nefnist "Réttardagur 50 sýninga röð". Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júni 2008 til júní 2013. Sýningarnar fjalla allar á ein eða annan hátt um sauðkindina.
Ég skora á ykkur að fylgjast vel með því sem hún tekur sér fyrir hendur.


Ég er mjög hrifin af hröfnunum hennar Aðalheiðar og á örugglega eftir að eignast einn með tíð og tíma mér finnst þeir svo flottir


Krunk, krunk


Svartur sauður


Þessi mynd hér og myndin fyrir neðan eru frá sýningunni Réttardagur sem haldin var í Reistarárrétt við Freyjulund


Horft yfir kindahópinn í réttunum,


minni kindur


Værðarlegar kisur


Sýning Aðalheiðar á veitingastaðnum Hannesi Boy á Siglufirði.
Þessir mætu menn sátu fyrir utan veitingastaðin og fólk gat tyllt sér hjá þeim.


Þessi trillukarl er Hannes Boy sem veitingastaðurinn er skírður eftir, hann stóð uppi á efri hæðinni og horfði yfir salinn.


Frá sýningu Aðalheiðar í Nútímalist Reykjavík í apríl í fyrra sem bar yfirskriftina "Réttardagur" en þarna ná meðal annars sjá sauðburð.

Endilega kíkið á heima síðu Aðalheiðar Freyjulundur.is og sjáið hvað þessi frábæra og hugmyndaríka kona er að gera. Myndirnar eru fengnar á heimasíðu Freyjulundar.

Kveðja Adda

No comments:

Post a Comment