Er Jón Laxdal
Jón Laxdal Halldórsson er fæddur 19. júli 1950 á Akureyri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og stundaði heimspekinám við Háskóla Íslands 1971-1975.Jón hefur starfað sem kennari, starfsmaður á sambýlum fyrir þroskahefta, listasögukennari svo fátt eitt sé nefnt. Jón hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess að hafa gefið út 5 ljóðabækur og prósa. Einnig er hann í hljómsveitinni Norðanpiltar.
Jón Laxdal er giftur Aðalheiði S. Eysteinsdóttur listakonu sem ég hef áður fjallað um á blogginu mínu sjá hér þau búa í Freyjulundi sem er gamalt félagsheimili. Þar eru þau bæði með vinnustofur sem gaman er að heimsækja
Megasarfleygur
Gagn og gaman fleygur
Þessa flösku gerði Jón og færði manninum mínum að gjöf
Þessa mynd fengum við hjónin í brúðkaupsgjöf og hún er algjörlega í uppáhaldi
Kona í skautbúningi með strokk
Þennann flotta skúltúr eftir Jón Laxdal er ég búin að eiga í nokkur ár og hann er algjör perla
30 Þ fékk eiginmaðurinn í 30 ára afmælisgjöf
Þessar tvær myndir að ofan eru mín eign
Verk eftir Jón frá sýningu hans "Heimili"
Myndirnar eru teknar af síðunni Freyjulundur.is nema af þeim verkum sem við hjónin eigum.
Ég skora á ykkur að kynna ykkur verk Jóns Laxdals og ef þið eigið eigið leið um þá endilega kíkið í Freyjulund það er ferð sem þið sjáið ekki eftir.
kveðja Adda
No comments:
Post a Comment