Ég var alveg að missa mig á föstudaginn, ég var með svo margar föndurhugmyndir í kollinum að ég vissi ekki á hverju ég ætti að byrja. En svona fór það
Ég var buin að kaupa mér nokkur svona pappírsegg í Tiger á 300 kr
Svo á ég góðan statta af blúndum, gamlar bækur sem ég hef keypt í Fjölsmiðjunni á Akureyri fyrir 50-100 krónur. Ég nota þessar bækur í ýmislegt t.d. klippti ég út firðildi úr bókunum í fyrra þegar var árshátíð í vinnunni og notaði í borðskraut auk þess sem ég bjó til hjörtu úr þeim málaði með vatnslitum brúnirnar á þeim og skrifaði með silfurpenna VELKOMIN einn staf á hvert hjarta, svo eitthvað sé nefnt.
Þetta egg þakti ég með blöðum úr bókinni sem ég reif niður í litla renninga og límdi á með límstifti því ég vildi hafa það matt.
Á þetta egg límdi ég blöðin á með límlakki og þá fær það glansandi áferð
Síðan límdi ég blúndu, gamaldags mynd og skrapp blóm á eggið
Þetta er matta eggið og á það setti ég gamaldags mynd blúndudúllu úr pappír, slaufu úr blúndu og blóm
Eggið séð á hlið
Svo fór ég í blómagerðina en mig er lengi búið að langa að prófa að gera blúndublóm
Þetta blúndublóm fær að vera skraut á páskaegg
Þessi blúndublóm gerði ég með því að klippa út hring úr fílti og svo límdi ég blúnduna á með límbyssu
Þessi blóm eiga eflsuat eftir að fá nýtt heimili á páskaeggjum sem bíða ný hvítspreyjuð eftir því að ég finni mér tíma til að klára þau
Blómahópurinn saman komin
Ég á nokkra svona kristala sem mér datt í hug að setja myndir aftan á og nota í hálsfestar
Hér er mynd af fugli með kórónu sem ég límlakkaði aftan á kristalinn
Hér setti ég mynd af kórónu ofana á letur
Svona lítur þetta út fullklárað
Og hér er fuglinn sem hefur félagskap af perlum og lykli, hvernig líst ykkur á þetta ?
Algjör tilraunastarfsemi..
Ég set inn fleiri myndir seinna þegar ég er búin með fleiri egg.
gleðilegan sunnudag
kveðja Adda
Tær snilld allt saman og allt svo skemmtilega undur rómantískt. Eggin og blómin koma alveg dásamlega fallega út og festarnar eru náttúrulega bara snilldarhugmynd, rosa flottar!!
ReplyDeleteJemöndur minn, hvað þetta er allt fallegt! Ég vildi að ég væri á páskalistanum þínum - fengi svona fallegt egg með hálsmeni inní! Þá mætti nú allt súkkulaði eiga sig fyrir mér ;)
ReplyDeleteÞetta er yndislegt!
Eggin eru svo falleg og rómantísk og hálsmenin eru nottla bara hrikalega sniðug hugmynd!
ReplyDeleteKv. Kolbrún
Vá, ég var ekki búin að sjá þetta blogg fyrr, svei mér þá Adda, þetta er yndislegt :)
ReplyDeletekveðja GBB
Takk fyrir stúlkur og gleðilega páska
ReplyDeletekveðja Adda
Great and that i have a keen present: What Was The First Home Renovation Show home reno contractors
ReplyDelete