08 April 2012

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru bloggvinir og takk fyrir innilitið á síðuna mína. Ég er alltaf að hitta fleiri og fleiri sem kíkir hér reglulega inn og mikið væri nú gaman ef þið gæfuð ykkur tíma til að skrifa í (gestabókina)athugasemdir.

Oftast þegar eitthvað setndur til á mínu heimili, jól, afmæli, útskriftir og fleira hef ég  útbúið borða, fána eða eitthvað annað úr pappír og hengt upp til hátíðarbrigða. Þetta er páskaborðinn í ár





Ég vona að þið eigið ánægjulega páskahátíð og fáið nóg af súkkulaði að narta í.

Hér er slóð þar sem hægt er að hlaða niður svipuðum fánum og prenta út og hér eru aðrir

Páskakveðja Adda

15 comments:

  1. Adda mín.
    Ég er alltaf að reyna að kommentera í gestabókina þína en það gengur ekki neitt.
    Núna ætla ég að reyna einu sinni enn og vera þá "nafnlaus"
    Kv.
    Ingibjörg Hallgríms.

    E.s. Bloggið þitt er frábært :)

    ReplyDelete
  2. Skoða alltaf bloggið þitt, borðinn þinn er flottur. Gerði svipaðann í fyrsta skiptið í gær, klippti út ljósblá egg og stafina páskar sem ég litaði brúna límdi á eggin. Heklaði síðan snúru með blómum á endunum og þræddi eggin upp á. Á örugglega eftir að gera fleiri svona útgáfur og þá er ekki verra að hafa svona hugmyndabanka eins og þinn að kíkja í:)
    Takk fyrir mig, Hanna

    ReplyDelete
    Replies
    1. en flott hugmynd Hanna gaman væri að fá að sjá myndir
      kveðja Adda

      Delete
  3. Ég er með þig í bloglovin og fylgist því með öllu sem hér kemur inn og hef sérdeilis gaman að og hef fengið margar skemmtilegar hugmyndir bara af því að skoða bloggið þitt:)

    ReplyDelete
  4. Kvitta hér í fyrsta sinn en hef haft mikið gagn og gaman af blogginu þínu. Borðinn sérlega vel heppnaður. Sumarlegur og hátíðlegur í senn. Kv Heiðrún

    ReplyDelete
  5. Gleðilega páska Adda mín og takk fyrir öll fallegu kommentin þín á síðuna, já það er alltaf svo yndælt að fá smá komment. Mér finst ég nú eiginlega bara þekkja þig orðið.
    Alltaf allt jafn fallegt sem þú gerir og þessi hugmynd með svona borða bara alveg ægilega sniðug, ætla örgglega að nota það einhverntíman.
    innileg kveðja og knús með ;)
    Stína

    ReplyDelete
  6. Hæ hæ. Ég kíki reglulega hér inn en hef víst aldrei kvittað fyrir mig. Hef sérstaklega gaman af að fylgjast með "fyrir/eftir" verkefnunum þínum :)

    ReplyDelete
  7. Kíki reglulega, ég hef sérstaklega gaman af listamannskonu/karl kynningunum þínum.

    kv. Erla

    ReplyDelete
  8. Ég kíki reglulega á síðuna þína en er ekki nógu dugleg að kvitta fyrir innlitið! Borðinn er æði, notaðirðu skrapp-pappír? Mér finnst síðan þín svo skemmtileg! Kv. Kolbrún

    ReplyDelete
    Replies
    1. ég gerði þetta nú bara í tölvunni minni en það er líka hægt að finna svona borða tilbúna á netinu
      kveðja Adda

      Delete
    2. hér er slóðinn http://ruffledblog.com/printable-alphabet-bunting/

      Delete
    3. úlala, takk fyrir kærlega!
      Kv. Kolbrún

      Delete
  9. Lenti alveg óvart inni á blogginu þínu og kíki hér við mjög reglulega og hef gaman af. Takk fyrir mig.

    ReplyDelete
  10. Takk kærlega fyrir öll kommentin þau gleðja mitt litla hjarta.sérlega gaman að fá að vita hvað ykkur finnstskemmtilegast að skoða á síðunni minni.
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  11. Kristín SigursveinsApril 15, 2012 at 3:11 PM

    Skoða síðuna þína alltaf öðru hverju og hef gaman af. Takk fyrir mig.
    kv. Kristín

    ReplyDelete