15 November 2011

Maður getur lengi á sig blómum bætt

Mér hefur lengi langað að læra að búa til blóm úr tafti, silki eða einhverju álíka. Loksins gaf ég mér tíma til að prófa. Ég fór á Youtub. com og fann vídeó sem kennir blómagerð. Hér er afraksturinn af fyrstu blómunum en ég á örugglega eftir að gera fleiri í ýmsum útfærslum þetta er svo einfalt og gaman.
svona blóm eru svo flott sem allskonar skraut

Ég nota þau í ýmsar uppstillingar


Svo má næla þau í sig




eða setja í hárið





Bara það sem manni dettur í hug

Þau eru líka mjög flott til að skreyta gjafir

En svo eru þau líka svo falleg svona ein og sér

Kveðja Adda

6 comments:

  1. Blessuð Adda og gaman að skoða síðuna þína. Ég fór inn á hana fyrir nokkrum vikum og svo þaðan á aðrar svipaðar blogsíður. Nú þar sem það hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér að skoða húsgagna- og hönnunarblöð, opnaðist nýr heimur fyrir mér!! Síðan þá hef ég legið yfir þessu á netinu og er gjörsamlega farin í bakinu (þoli ekki að sitja svona). Sem sagt allt þér að kenna!! Ferlega sæt blómin hjá þér, sem og svo margt annað ;)
    Bestu kveðjur og ég held áfram að fylgjast með þér þrátt fyrir auma bakið ;) Þín Tóta (Þórný Snædal)

    ReplyDelete
  2. Takk stelpur
    Þegar maður er einu sinni byrjaður á svona blogg skoðun er ekki aftur snúið. En leitt að heyra með bakið á þér, ég mæli með að þú fáir þér portvíns-eða hvítvínsglas með þessu þá ertu miklu afslappaðri
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  3. Já svei mér þá Adda, ef ég læt ekki bara verða að því :)

    ReplyDelete
  4. Dásamleg blóm og glæsilegar myndir Adda mín! Hlakka SVO til að hitta þig í föndrinu :)

    ReplyDelete