29 November 2011

Brostu með hjartanu


Undafarna daga hef ég verið að gera tilraunir með að búa til hjörtu úr alls konar efni sem fyrir finnst á heimilinu. Sum hjörtun eru tilbúin en önnur eru ekki alveg fullbúin en hér gefur að líta á afraksturinn.

Efniviðurinn

Gamlar tölur og gamaldags myndir sem ég prenta á sérstakan pappír og strauja svo á efni

Smá blóm sem ég er búin að eiga lengi og hef notað á ýmislegt

Perlukassinn aldrei langt undan, einn af fjórum sem til eru á heimilinu

Borða og spotta kassinn

Efni og blúndur, efst trónir hjarta sem ég gerði fyrir mörgum árum síðan og síðan hef gert fjölmörg svona hjörtu og sett á jólapakkana. Þetta hjarta er mjög einfalt úr hvítu filti með silfruðum glimmer í sem ég fékk í AB búðinni sálugu (ég dauð sé eftir þeirri búð mér finnst vanta almennilega föndurbúð á Akureyri). En hjartað var sem sagt úr hvítu fílti saumað saman með silfur garni og neðan úr því hékk"kristall"eða stórar perlur.

Hér eru nokkur hjörtu tilbúin eða svona næstum því

Alls konar blúndur

Þetta er með strauðari mynd á

Blúnda, perlur og fjaðrir

Mynd, blúnda og blóm

Blúnda úr gömlum gardínum

Silkiblóm og blúnduhjarta. Var að prófa að láta blómið á hjartað en mér finnst það aðeins of stórt og ætla að búa til minna blóm.

Ég prufaði að henda hjörtunum upp í eldhúsgluggann til að sjá þau hanga saman (því að er meira gaman)

Þessi eru með dinglum dangli neðan úr sér

sést kannski ekki nógu vel

Þetta hjarta er með kristal neðst

Mér hlýnaði aðeins um hjartaræturnar við að dúlla þetta á meðan veturinn geysaði úti fyrir og það eiga örugglega eftir að fæðast fleiri hjörtu á næstu dögum.

kveðja Adda

5 comments:

  1. vá Adda þau eru æðisleg, svo einstaklega falleg.

    ReplyDelete
  2. Algjörlega yndisleg hjörtu öll sem eitt, frumleg og flott! Og dásamlegar myndir, takk fyrir þetta :)

    ReplyDelete
  3. Mikið eru þetta falleg hjörtu! Yndisleg!

    ReplyDelete
  4. Rosalega flott. Kíki alltaf öðru hvoru til þín. Alltaf gaman að sjá hvað þú ert að gera flott.
    Kveðja
    Kristín

    ReplyDelete
  5. Þetta er alveg ofsalega fallegt hjá þér Adda, alveg hreint yndisleg :)

    ReplyDelete