26 November 2011

Tvöfaldi bakkinn

Ég sá svo flottar myndir hjá Dossu á blogginu hennar Skreytum hús af tvöföldum bakka. Ég á alveg eins bakka sem ég keypti í sumar í RL á 1.495 kr og spreyjaði hvítann af því að það passaði betur inn hjá mér. Ég notaði hann inni í vinnuherbergi undir alls konar föndurdót. Reynar voru þessi bakkar til bæði hvítir og brúnir en þegar ég keypti minn þá voru bara til brúnir og ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að fá þá hvíta. Ég sá um daginn að þeir voru komnir aftur og eru nú til bæði brúnir og hvítir. Svo um daginn var ég með matarboð og ákvað að færa bakkann inn í stofu og skreyta hann dálítið. Hér eru nokkrar myndir af bakkanum eins og hann er í dag en ég á eftir að færa hann í meiri jólabúning síðar.

Myndirnar eru ekki mjög góðar það var orðið of dimmt fyrir litlu myndavélina mína

Hreindýrið er úr RL og koma 3 saman í pakka á um 5oo kr


Silkiblómin sem ég er að dunda mér við að búa til skreyta allt svo fallega

Fuglinn er orðin dálítið gamall, hann fær stundum að vera uppi allt árið

Hreindýrið hreykir sér

Bakkinn allur

Gammel bleiku glerflöskurnar mínar úr Frúnni í Hamborg

Ég er með hreindýradellu og þetta hreindýr er úr leikfangabúð


Stundum breyti ég uppstillingunni tek eitt út og set annað inn í staðin

Kveðja Adda

4 comments:

  1. núna langar mig í svona bakka, ég er með bakkadellu á háu stigi. hvað þá svona tvöfaldir :) virkilega sætt hjá þér.

    kveðja Birna

    www.krokurinn.blogspot.com

    ReplyDelete
  2. Ohhhh, svo fallegt :) Elska þennan bakka, hvort sem hann sé hvítur eða brúnn!

    ReplyDelete
  3. Dásamlega fallegt... bakkinn... birtan... allir smámunirnir - virkilega falleg heild. Og ég verð að eignast svona bakka, hann er augljóslega algjört möst á hvert skreytt heimili, endalausir möguleikar:)

    ReplyDelete
  4. Mjög flott.
    Á einmitt svona hvítan sem ég keypti í vor. Hann er kominn í jólabúninginn.

    kv. Gulla

    ReplyDelete