22 August 2011

Sumarinnkaup

Ég er að reyna að blogga eitthvað um leið og ég kemst í tövu en það er oft mjög erfitt að komast að á þessu heimili. En ég er alveg að verða galin á tölvuleysi mínu en vonandi kemur betri tíð með blóm(tölvu) í haga.

Keypti mér þessar litlu fallegu flöskur í Frúnni í Hamborg í sumar en hún er önnur uppáhalds búðin mín á Akureyri. Ég er að safna glerhlutum í þessum bleika lit, ég á bara eftir að mynd safnið og setja hér inn á bloggið mitt, geri það við tækifæri.

Var mikið að spá í að kaupa mér svona hjarta í gluggann í fyrra en lét aldrei verða af því fyrr en þau voru öll búin. Svo þegar ég sá að þau voru komin aftur í Blómabúð Akureyrar var ég ekki lengi að skella mér á eitt stykki þetta er líka svo fallegt þegar búið er að kveikja á kertinu innan í því.

Á laugardaginn var ég svo hamingjusöm þegar leikskólakennarar sömdu áður en kom til verkfalls að ég snaraðist inn í Sirku og keypti mér þennan fallega dúk frá Susanne Schjerning og servíettur í stíl

hér sést munstrið betur

Ég þarf örugglega ekki að taka það fram að skálin á borðinu er frá Margréti Jónsdóttur leirlistakonu

svo sumarlegt eitthvað ekki veitir af að draga sumarið aðeins á langinn þar sem að við hér norðanlands misstum alveg af júní.

þetta dýrindi er líka úr Sirku, þetta er kassi undir servíettur en auðvita má nota hann undir hvað sem er

hér sjáið þið innan í kassann þar er líka svo fallegt munstur og servíetturnar fyldu með

þetta fallega blóm keypti ég á handverkshátíðinni á Hrafnagili og það er eftir Lindu Björk Ólafsdóttuundir nafninu Djásn og getur bæði verið næla og spenna. Mér finnst það líka svo flott
bara svona upp á skraut í hillu.

Kveðja Adda

3 comments:

  1. Allt saman gullfallegt, sérstaklega hrifin af dúknum ;)

    ReplyDelete
  2. flöskurnar eru ekkert annað en gorgeous
    og dúkurinn bara mon dieu

    PS. Flott íslenska hjá mér, ekki satt? ;-)

    ReplyDelete
  3. Jeminn flöskurnar eru bara sjúklega flottar Adda! Svo á ég svona fallegt hjarta og svona fallegt blóm... en það kemur kannski ekki á óvart frekar en fyrri daginn :)

    ReplyDelete