02 August 2011

Jón í lit

Jón í lit eru veggplattar með lágmynd af Jóni Sigurðsyni sem gefin var út sem minjagripur árið 1944. Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðsonar hefur Almar Alfreðson vöruhönnuður tekið afsteypur af plattanum og veitt þeim nýtt og skemmtilegt útlit með því að sprauta þær í 20 mismunandi litum.

þær eru rosalega flottar svona nokkrar saman

þetta er litaúrvalið það er úr mörgu að velja og hver ætti að geta fundið lit við sitt hæfi.

Almar er með fleiri skemmtilega hluti sem hann hefur hannað á heimsíðu sinni ég mælið með að þið kíkið á hana.
(myndirnar eru fengnar á heimasíðu Almars)

kveðja Adda

No comments:

Post a Comment