Borðið í vinnuherberginu er gamalt borð sem ég eignaðist fyrir um 10 árum síðan. Það átti að henda borðinu á haugana af því að borðaplatan á því var óný. Ég fékk að hirða borðið setti á það nýja borðplötu og málaði.
En nú var komin tími á að gera eitthvað fyrir borðið. Ég var búin að fara eina umferð á borðplötuna með hvítum grunn en nennti svo ekki að mála meira
ég fór því í rúmfó og keypti mér svona ódýran en fallegan plastdúk
Mundaði heftibyssuna bullandi sveitt af því að ég er hálf hrædd við þessa byssu og er alltaf dauðskelkuð við að nota hana en þrjóskan við að flikka upp á hluti er hræðslunni yfirsterkari (afsakið myndirnar þær eru ekki nógu góðar en það er víst ekki hægt að taka nýjar þegar maður er búin að breyta borðinu).
Nú er bara að drífa sig út til að njóta Akureyrarvöku
góða helgi kæru vinir
kveðja Adda
Kveðja
Áfram vinnuherbergi og áfram Adda með heftibyssuna! Flott breyting :)
ReplyDeleteTakk Kristín ég er búin að hefta nokkur borð, stóla og líka eldhúskolla en ég er alltaf jafn stressuð þegar ég er að nota "byssuna"
ReplyDeleteHehe skil það bara vel! En hvar fékkstu annars borðplötuna? Ég sé að hún er flott og á sjálf borð sem átti að henda vegna þess að borðplatan gengur í bylgjum... ég var búin að ætla að mála hana bara eins og hún er en kannski það sé bara vit í því að fá sér nýja og heila :)
ReplyDeleteég keypti hana annað hvort í Byko eða Húsasmiðjunni eftir máli og lét svo fræsa úr henni brúnirnar svo þær eru aðeins rúnaðra man þetta ekki það er svo langt síðan. Fyrst bæsaði ég hana svo hún var eins og lútuð fura svo er ég búin að mála hana nokkrum sinnum
ReplyDeleteEn skemmtilega gert, átti einu sinni svona sætt hvít borð og var einmitt að sakna þess í gær! Hefði verðið gaman að gera eitthvað svona fínt við það
ReplyDeletekveðjur frá Sif í Stokkhólmi