Það er alltaf jafn gaman að eiga afmæli, ég er mikil afmæliskona og ég kann sko alveg að njóta þess að eiga afmæli. Ég fékk þessa fínu bók í afmælisgjöf frá Styrmi elsta syni mínum. Hann veit sko alveg hvað mamma hans kann að meta og hitti alveg naglan á höfuðið þarna, enda vinnu hann í bókabúð og veit hvar dýrgripina er að finna. En þessi bók styklar á stóru í 150 ára sögu húsgangahönnunar. Bókin er stór og þung og það er eiginlega bara hægt að skoða hana við borð, þetta er ekki bók sem þú ferð með í rúmið en flott er hún.
31 May 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment