01 May 2011

Hjólaborð


Ég er búin að eiga svona hjólaborð úr IKEA í mörg ár og lakkaði það á sínum tíma með örlitlum viðarlit. Í gegnum árin hafði lakkið gulnað nokkuð og ég var orðin leið á þeim lit. Ég ákvað því að mála borðið og að sjálfsögðu gleymdi ég að taka mynd af borðinu áður en ég byrjaði svo ég notast bara við þessa frá IKEA.

Ég málaði borðið 3 umferðir með hvítum grunni og svo málaði ég með Kalkmálningu með gráum lit sem heitir Lute secco á borðplötuna og pússaði svo allt saman aðeins.Ég á svo eftir að lakka yfir allt saman.
Ég er frekar lélegur myndatökumaður en þetta verður að duga að sinni. Nú er bara að taka næsta hlut fyrir en það kemur í ljós hvað það verður og hvenær
kveðja Adda

1 comment:

  1. frábær breyting hjá þér!

    Þessi borð eru svo sniðug, mig hefur alltaf langað í svona.

    ReplyDelete