24 July 2010

Bollarnir mínir


Þetta er fyrsti bollinn sem ég eignaðist, ég man ekki hvað ég var gömul kannski 6 ára. Bollin er mjög lítill og það kemst ekki mikið í hann en góður fyrir litlar hendur.
Á hátíðisdögum fékk ég að drekka kakó úr bollanum

Það er sama mynd á bollanum og undirskálinni sem einhverntíman hefur brotnað og pabbi límt saman af sinni alkunnu snild. Hemma systir átti alveg eins bolla bara fölgrænan.

Þessir bollar eru eftir Margréti Jóns leirlistakonu

Gamall bolli úr Frúnni í Hamborg

Gamaldags bolli sem ég fann einhverntíman í Hagkaup
ég á 6 svona

Ég er að safna bollum og reyni að kaupa einn í hverri tegund. Þessir bollar hér fyrir neðan eru allir úr Frúnni í Hamborg.Mér finnst þessi sérstaklega fallegur


Ég hef alltaf fallið fyrir fallegum bollum þó svo að ég drekki ekki kaffi mér finnst gaman að bjóða fólki upp á kaffi í fallegum gömlum bollum.

kveðja Adda

1 comment:

  1. Ég á minn bolla ennþá, stendur uppí stofuskáp. Við fengum einmitt kakó á hátíðisdögum s.s. afmælum og jólum. Æðislegir bollar :)

    ReplyDelete