23 October 2011

Smá snyrting á snyrtingu

Baðherbergið á efri hæðinni er pínulítið og hefur lengi mætt afgangi. Þessi veggur var þakinn speglaflísum sem eru búinar að fara mjög mikið í taugarnar á mér síðan við fluttum inni í húsið. Við drifum loksins í því að rífa þær niður en ætluðum ekki að kosta miklu til að lífga aðeins upp á herbergið.

Svona leit þetta út þegar búið var að rífa niður speglaflísarnar

Ég setti veggfóður á vegginn afgang frá því að ég veggfóðraði stigann.

Ég keypti þessa lugt í Europrise fyrir jólin í fyrra og ætlaði að setja hana út fyrir útikerti en svo tímdi ég því ekki afþví að mér finnst hún svo flott inni

Gamalt þvottabretti sem ég á og svo keypti ég kassana í Sirku en þeir eru góðir undir allt draslið sem safnast alltaf upp hjá manni.

Við eigum eftir að mála gólfið en það á að verða svargrátt á litinn

Ég var búin að velta mikið fyrir mér hvað ég ætti að setja á vegginn, snaga, spegla eða eitthvað annað en þá rakst ég á þessa flottu spegla

Speglana fékk í í Blómaval á Akureyri ég var svo heppin að það var 25% afsláttur af öllu í Blómaval þegar ég keypti þá

Kassarnir úr Sirku


Það er ekki auðvelt að mynda spegla og ég er langt frá því að vera góður ljósmyndari


Hringlótti spegillinnSvona lítur þetta út núna en ég er ekki alveg búin ennþá

þessar skemmtilegu körfur eru úr Sirku og fást í nokkrum litum, ég fékk mér líka svona bleikar á baðherbergið niðriÉg keyti plastblúndu í Blómabúð Akureyrar til að lífga aðeins upp á hillurnar

Ég set inn fleiri myndir þegar ég verð búin að mála gólfið

kveðja Adda

7 comments:

 1. Rosalega flott :) En þessar körfur, eru þær úr plasti?

  ReplyDelete
 2. þetta eru einhvers konar tágar mjög mjúkar samt
  k. ADDA

  ReplyDelete
 3. Æðislegt! Hér eftir pissa ég bara uppi þegar ég er í heimsókn ;)

  kv. maría

  ReplyDelete
 4. snilld að nota nota svona bold veggfóður í lítil rými!

  ReplyDelete
 5. Rosalega er þetta flott :) Til lukku með ´etta!

  ReplyDelete
 6. Mikið er nú gaman að skoða vefinn þinn.

  Býrð þú nokkuð svo vel að vita hvar svona plastblúndur fást á höfuborgarsvæðinu?

  ReplyDelete
 7. Sæl Dís
  Ég veit ekki hvort hægt er að fá svona á höfuðborgarsvæðinu en ég myndi athuga í Snúðum og Snældu og svo blómabúðunum
  kveðja Adda

  ReplyDelete