24 September 2011

Náttborð verður eldavél

það er nú varla að ég þori að segja frá þessu verkefni mínu. En þegar ég fluttir í Löngumýrina fyrir rúmlega fjórum árum síðan þá féll til ein lítil náttborðskommóða úr Rúmfatalagernum sem hvergi var pláss fyrir lengur Mér datt því í hug að gera úr henni eldavél handa dóttur minni sem þá var að verða 2ja ára gömul. En svo  tókst ekki að klára verkefni í tíma svo stefnan var tekin á næsta afmælis dag og svo koll af kolli þangað til að loksins nú í sumar að verkið var loksins klárað fyrir 6 ára afmælið en betra er seint en aldrei.

Fyrir
þegar ég ætlaði af finna mynd af kommóðunni eins og hún var áður (sem ég er vissum að ég hafði tekið á sínum tíma) gat ég ekki með nokkru móti fundið hana né myndri af ferlinu (sem ég er viss um að ég hafði tekið líka). Ég greip því til þess ráðs að finna álíta kommóðu á netinu til að sýna ykkur myndina fyrir.


Eftir

Við skildum efstu skúffuna eftir þannig að það er hægt að geyma í henni potta og ýmis eldhúsáhöld
Ég á eftir að festa snaga á hliðina á eldavélinni svo hægt sé að hengja þar pottaleppa og viskastykki og
svo var líka ætlunin að mála Rafha merkið á eldavélina en það verður kannski fyrir 12 ára afmælið hver veit.

kveðja Adda

3 comments: