28 September 2011

Á meðan beðið er

Maðurinn minn er ekki heima en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er tölvan hans heima (mjög sjaldgæft að þessi tvö séu aðskilin) þannig að ég greip tækifærið fegins hendi til að blogga pínulítið. Ég er í miðjun kafi að mála vegginn í hjónaherberginu bleikan en það er ekki alveg búið á eftir að hengja upp á veggina og svona en á meðan er hér pínu óskalisti.

Hér eru drauma stólarnir

Það væri nú ekki verra að hafa skemil við
þessi fæst í ILVA  bæði með höldum og án. Ég á einn gamlann svona stól sem er með dökkum við og rauðu plusáklæði sem ég ætlið að gera ca svona en svo er hann svo fínn og vel með farin að ég þori ekki alveg að hrófla við honum ekki í bili að minnsta kosti.

kveðja Adda

1 comment:

  1. oh vá mér finst þessir svo fallegir.
    Væri ekki dásamlegt að hafa þennann efri og skammelið í einu horni í stóru og fallegu svefnherbergi, geta svo sest með blaðið/tölvuna og kaffibolla á sunnudagsmornum, mmm er alveg að sjá það fyrir mér... í draumasvefnherberginu

    ReplyDelete