Andinn kom loksins yfir mig um helgina og ég tók aðeins til hendini. Vinnuherbergið hjá mér er búið að líta út eins og ruslakompa í alltof langan tíma og það var ekki hægt með nokkru móti að vera þar inni. Ég hef lengi ætlað að mála furuhillu sem var keypt fyrir löngu í Rúmfatalagernum en ekki komið mér að því fyrr en nú. Ég málaði hana hvíta og setti gjafapappír úr IKEA (átti ekki veggfóður sem passaði) inn í bakið. Að sjálfsögðu gleymdi ég að taka fyrir myndir;( en hér sjáið þið alla vega eftir myndir.
Svona lítur hillan út núna þegar búið er að endurraða í hana

Ég nota mikið litlar töskur sem ég kaupi í Tiger undir perlur, borða og ýmislegt sem ég nota til skartgripagerðar. Það er svo gaman að því að það koma alltaf reglulega nýjar tegundir af töskum því það er svo flott að hafa þær í mörgum mismunandi litum.


herbergið eins og það lítur út núna en ég á eftir að gera ýmislegt fleira eins og að mála herbergið og veggfóðra einn vegg. Svo ætla ég að mála píanóið svart og flytja það inn í stofu í haust
Mig vantar alltaf kassa undir allt draslið sem ég sanka að mér og því var upplagt að breyta þessum skókössum í fallega hirslur undir pappíra og litasafn heimilisins.

Þessa stóla keyptum við í IKEA fyrir yfir 20 árum síðan og ég er búin að sauma nokkrum sinnum utan um þá og mála á þeim fæturnar. Stólarnir eru orðnir frekar lúnir og það var á þeim hvítt áklæði sem var orðið blettótt og ljótt. Ég nennti ekki að sauma utan um þá einu sinni enn svo ég keypti gráa taumálningum frá
Sveinu Björk textílhönnuði og málaði þá gráa. Þessi málning er algjör snild og með henni má lappa upp á húsgögn sem maður hefði að öðrum kost þurft að fara með til bólstrara.

Svona líta þeir út eftir málun og nú má nota þá aðeins lengur.

Það liggur mjög þröngur og brattur stígi upp á efri hæðina sem leit svona út fyrir helgi... 
...en lítur svona út núna

nærmynd af tröppunum.
Ég er mjög ánægð með útkomuna
kveðja adda