20 December 2010

Leyndarmál


Ég bara verð að segja ykkur frá fallegu leyndarmáli.
Í Sirku eru komnir nokkrir yndislega hlutir sem eru handsmíðaðir af tvemur laghentum smiðum hér á Akureyri. Þetta eru aðventudagatal, vegghillur, tréjólatré og kertaluktir.
Dagatölin eru með 4 kertum og fæst í tveimur stærðum
ég er nú þegar búin að fá mér minna dagatalið ég stóðst það bara ekki


Þórgnýr Dýrfjörð tólk myndirnar nema af vegghilluni hún er fengin af heimasíðu Sirku


Þetta er minni gripurinn


þessi kertastjaki er fyrir stærri kerti(svona venjuleg)
Þeir hafa einnig smíðað jólatré sem er svipað þessu bara heilt tré, það var glæsilegt en ég náði ekki mynd af því áður en það seldist


Þetta eru gluggarnir í Sirku og þarna sést í milli stærð af kertalugt en hún er smíðuð úr tré og síðan kaklmáluð


Í þessum glugga sjást tvær kertalugtir ein minnsta gerð og stæðsta gerð það er líka hægt að fá þær í hvítum lit


Hérna sjást barnafötin sem einnig fást í Sirku en þau eru framleidd undir merkinu Igló.
Gluggarnir í Sirku eru alltaf einstaklega fallega skreyttir


Þessi fallega vegghilla er einnig frá þessum sömu hagleiksmönnum og fæst hún bæði í dökkum og ljósum lit og tveimur breiddum

Kveðja Adda


2 comments:

  1. Takk Adda, þetta er æðislega myndir sem Þórgnýr tók. Kv. Ella

    ReplyDelete