15 July 2013

Sumarbrúðkaup

Um síðustu helgi fórum við hjónakornin í brúðkaup á Siglufirði hjá Þórgunni og Jóni Inga en Jón Ingi er systursonur Þórgnýs mannsins míns

Brúkaupið eða giftinginn sjálf fór fram í skógræktini í Siglufirði í blíðu og fallegu veðri eins og athöfnin sjálf.

 Þórgnýr tók þessa mynd af brúðhjónunum og Helenu Rut dóttur þeirra


 En þegar maður fer í brúðkaup þá þarf maður að finna brúðagjöf við hæfi og þar sem brúðhjóin búa erlendis þá var ákveðið að syskini Þórgnýs og börn þeirra leggðum saman í peningagjöf. Mér leiðist mjög að gefa peninga í umslagi og engan pakka svo ég fann notaða bók um Flóru Íslands oft hægt að fá fínar notaðar bækur í Fjölsmiðjunni eða í Góða hirðinum. Ég skar út nokkrar góðar blaðsíður þannig að peningarnir kæmust fyrir.  

Gjöfin er við fyrstu sýn bókin en  í henni leynist svo annað og meira.
Svo  pakkaði ég bókinni  og notaði  í til þess bút af fallegtu veggfóðri því ég fann eingan pappír í bænum sem mér fannst nógu fallegur og ekki með miklu mynstri.


 Ég bjó svo til hvíta Bóndarós (pom pom´s) og saumaði hjarta með nöfnum brúðhjónanna á og setti á pakkann og þá leit þetta svona út.


Mér langaði til að búa sjálf til brúðarkortið og eftir mikla leit fann ég hugmyndina af brúðarkortinu  á netinu 


 og var bara nokkuð sátt með útkomuna


Hér eru brúðhjónin nýgiftu og Helena Rut dóttir þeirra
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð
Brúarvagninn
 Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð


Veislann var haldinn í Bátahúsinu á Siglufirði og var það stórkostleg umgjörð um þetta fallega brúðkaup.
Háborðið var um borð í stærsta bátnum á safninu
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð


Brúðhjóninn skera brúðartertuna
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð

 Mynd af okkur hjónunum en Þórgnýr  hafði það starf undir höndum að mynda alla veislugestina með þennann ramma og verða myndirnar notaðar sem gestabók. 
Hann tók samt ekki þessa mynd en það gerði Gauti Grétarsson

Takk fyrir frábærann dag kæru brúðhjón þið eruð dásamleg.

Kveðja Adda

4 comments:

  1. Takk fyrir frábært blogg

    ReplyDelete
  2. Ofsalega fallegt, pakki og kort!

    kveðja,
    Þorbjörg.

    ReplyDelete
  3. Greinilega vel heppnaðu brúðkaup! Kortið og pakkinn sérlega falleg!

    ReplyDelete
  4. Flott hjá þér snillingurinn minn og skemmtilegar myndir, gaman að sjá :)

    ReplyDelete