08 July 2013

Smá palla innlit eða útlit

Pallurinn á bak við húsið hjá okkur er um 50 fm að stærð og við nánast búum á honum á sumrin þegar veðrið er gott og þá tímir maður varla að fara burtu í sumarfrí.


Mig langaði í bekk á pallinn en mér fannst þessir bekki sem hér er hægt að fá bæði of dýrir og ekki eins einfaldir og ég hafið hugsað mér. Mér tókst loks að plata manninn minn til að smíða bekk fyrir mig og hér sjáið þið afraksturinn.


Embla lét sitt ekki eftir liggja enda snillingur með borvélina


Ég málaði hann með hvítri þekjandi viðarvörn eftir mikla yfirlegu því hann var líka mjög flottur ómálaður. Það er líka draumur hjá mér að mála pallinn hvítann (veggina) en ég hef bara ekki lagt í það ennþá hann er svo stór.


Ég á eftir að klára að skreyta, ég ætla t.d. að fá mér blóm í fuglabúrið
og svo á ég eftir að setja upp snagabretti fyrir ofan bekkinn sem ég ætla að hengja kertaluktir á.


hér sést betur yfir bekkjarsvæðið það er alveg nauðsynlegt að hafa teppi við höndina og 
þau geymi ég í tágarkörfu sem ég kippi svo bara inn ef það kemur rigning.


Borða og stórar út IKEA


Smá bakkaskraut og blúndudúkur


Við vorum með smá partý 14. júni vegna þess að maðurinn minn varð 25 ára stúdent frá MA. Við drifum því í að gera pallinn fínann fyrir tilefnið. Við náum ekki alveg að klára allt sem við ætluðum að gera og það sést í ókláraðan kassann aftan við stólinn en í hann ætlum við að setja fallegar fjölærar plöntur eða runna.


Borð og stólana dreymir mig um að mála hvítt og svo skil ég ekki í því að það sé ekki hægt að selja fallegri sessur á garðstóla t.d. með  rómó bleiku og ljósbláu blómamynstri.


Bambi litil fékk að kíkja út svona í tilefni dagsins


Gullregn sem ég var með í potti inni á pallinum í 3 ár en var að setja niður yfir utan pallinn.


 Við settum niður nokkrar plöntur fyrir framan pallinn sem vonandi eigi eftir að dafna og vaxa vel á komandi árumKannski kíkjum við aftur á pallinn seinna í sumar

kveðja Adda2 comments:

  1. Ó þetta er allt saman æði:) Til hamingju með nýja bekkinn og bestu kveðjur til smiðanna, þetta er snilld hjá þeim!
    Dásamleg stemning þarna hjá þér Adda mín eins og alltaf, bæði fallegt og notalegt.

    ReplyDelete