29 March 2013

Hey kanína

Ég rakst á einfalda en sæta hugmynd á vafri mínu um netheima um daginn og ákvað að prófa að gera svona handa frænkum mínum sem þá voru í heimsókn.



Þetta er  lítill kanínu poki úr fílti sem setja má eitthvað góðgæti í. 
Ég fann uppskriftina hér þó svo að það þurfi varla uppskrift af þessu þetta er svo einfalt.


Ég fór í A4 og keypti 30 cm af bleikt fíltiog náði úr því í 3 poka.


Ég vildi ekki hafa þær alveg eins og því eru þær ekki með eins efni inni í eyrunum og slaufurnar eru í sitthvorum litnum.


Slaufurnar eru úr Tiger önnur bleikköflótt 


og hin fjólublá köflótt


Ég saumaði útlínurnar á kanínunni en skildi eftir op á milli eyrnanna svo setti ég nokkur pínulítil súkkulaði egg innan í pokann og batt þá saman með slaufunni. Einfalt en vakti mikla lukku.

Eru þær ekki miklar krúttbombur?

kveðja Adda

2 comments:

  1. En sætar kanínur! Þú ert alger snillingur í höndunum.

    Gleðilega páska!

    ReplyDelete