31 March 2013

Gleðilega páska

Ég komst í smá föndurstuð í dag og ákvað að búa til aðeins meira páskaskraut ekki seinna vænna
 Eggjbakki undan sex eggjum 
 Ég prentaði út gamaldags páskamyndir af netinu 
og límdi eina þeirra á eggjabakkann ásamt belikum blúnduborða, hvítum fjöðrum og nokkrum blómum


og inn í eru nokkur egg sem ég var búin að mála og setja glimmer yfir
Ég keypti tvö pappa egg í Tiger og málaði annað jósbleikt og hitt ljósgrænt
og drekkkti þeim að sjálfsögðu í glimmer
 Síðan límdi ég blúndu bút ofan á eggin sem ég klippti út úr gamalli gardínum og bætti smá blúnduborða á hliðarnar á egginu þar sem samskeytin eru
 Hér er ljósgræna eggið
 og hér er það bleika

 hér eru þau svo saman í vírkörfu sem ég keypti í Blómaval

Voða sæt saman
 Það bleika....
 ... og það ljósgræna

Hér er svo afrakstur páskadagsföndurs

Gleðilega páska!

kveðja Adda

3 comments:

 1. Bjútífúl :) getum við ekki hittst blúndurnar og gert eitthvað saman, mig vantar spark í rass ;)
  Bestu kveðjur héðan úr fagradal :)

  ReplyDelete
 2. Skemmtileg hugmynd að skreyta eggjabakkann og blúnda úr stórrisum getur bara ekki klikkað! Glimmer egginn eru líka svaka flott hjá þér, ertu með glimmer í sömu litum og egginn eða hvernig er það á litinn...?


  Já Guðný blúndurnar þrufa endilega að hittast, finnum út úr því :)

  Með sólskinskveðju, K.

  ReplyDelete
 3. Já spurning með hitting með vorinu stúlkur. Glimmerinn keypti ég í Föndru og hann er hvít/glær sanseseraður ég hef notað þennan sama glimmer á öll eggin hann tekur aðeins lit af því sem hann er settur á.

  ReplyDelete