14 December 2012

Veisluborð

Í síðustu viku var ég beðin um að skreyta veisluboð fyrir vikuna og í framhaldi af því kom Auðunn Níelsson ljósmyndari í heimsókn  hér er heimasíðan hans endilega kíkið á hana þær eru alveg dásamlegar myndirnar hans. Þar sem aðeins er hægt að koma 1-2 myndum aðí svona um fjöllum í blaði þá er hérna aðeins meira að  lít á.

Hér eru myndir sem ég tók við sama tækifæri en ég tek það fram að þær eru á engan hátt í líkingu við þær myndir sem Auðunn ljósmyndar tók enda er hann fagmaður fram í fingurgóma


Yfirlitsmynd af borðinu


Lítil krúttleg hvít hreindýr sem fást í Sirku


Hvítur dúkur með smá glimmer í frá Rúmfatalagernum
grenigreinar, könglar, gerfisnjór, glimmer, kertaluktun mín, hjörtu sem ég saumaði, hvít jólaté stórt og minna úr Pier, hreindýr úr Sirku, staupin ú Valrós diskarnir úr húsgagnaverslun sem einu sinni var á Akureyr, bleiku glösin eru úr IKEA og fylgidiskarnir af flóamörkuðum






Mér finnast þessi hvítu gler tré æðisleg þau eru úr Pier




Hnífapörin fengum við í brúðkaupsgjöf fyrir....hóst.... árum síðan og rauði gaffalinn er úr búi mömmu þeir eru sex í mismunandi litum og ég hef alltaf dáðst svo mikið af þeim og valdi mér yfirleitt bleikan surprice eða rauðan. Ég var ekki smá hamingjusöm þegar hún gaf mér þá.


Svo eru það kaupstaðar eða kirkju diskarnir sem ég safna en ég er áður búin að fjalla um þá hér


Tertufatið er frá Margréti Jóns, gler kúpulinn úr Sirku og jólakúlurnar eru safn liðina ára, ég reyni alltaf að finna jólakúlur í pastellitunum (keypti mínar fyrstu bleiku jólakúlur fyrir u.þ.b. 23 árum) svo leynast þarna líka gamlar kúlur eins og úrið (þetta gyllt með rauðu) og ég fékk að gjöf þegar ég var lítil. Svo er þarna líka ef glögt er skoðað rafhlöðusería


Hér er ég búin að spreyja jólasnjó ofna á kúpulinn og strá glimmer yfir 


 Hjarta sem saumaði, mér finnst þau svo flott á stóru kertastjökunum hennar Margrétar


Jólasveina kertalukt sem ég bjó til


Svo er það rúsinan í pylsuendanum jólasokkar á hvern stól með blúnduborðum og smá gren.

Þetta var góður undurbúningur fyrir aðventuboð sem við hjónin erum alltaf með síðasta sunnudag fyrir jóla en þá komum við saman 5 til 6 hjón og hver leggur eitthvað til eitthvað góðgæti á veisluborðið fyrir utan rauðrófusúpu sem maðurinn minn gerir og er orðin hefð á þessum degi. liður. Úr verður þessi yndælis kósí samverustund með góðum mat og góðum vinum og allir eru svo afslappaðir mitt í jólaundirbúningnum.

jólakveðja Adda


6 comments:

  1. Mikið rosalega er þetta fallegt jólaborð :)

    kveðja
    Kristín S

    ReplyDelete
  2. Meiriháttar fallegt! Það vantar því miður öll dúllu-gen í mig en ég nýt þess að sjá það sem aðrir ná að töfra fram :)

    ReplyDelete
  3. Yndislegt hja ther Adda min! Her sit eg andvaka ( A Amriskum tima og tekur ekkert ad breyta thvi....svo madur skodar bara blogg)
    Fekk i hendurnar i gaer thad sem eg pantadi fra ther. Kaerar thakkir....svo flott ad 2 fengu ad vera minir! Timi ekki ad gefa :-)
    Jolakvedja
    Brynja

    ReplyDelete
  4. Kærar þakkir fyrir falleg orð.
    Velkomin heim Brynja og gott að luktarnar stóðu undir væntingum. Hvar ætar þú að halda jólin hér eða úti?
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  5. Einstaklega fallegt og hlýlegt jólaborð,það fallegasta sem ég hef séð fyrir þessi jól.

    Með kveðju að austan Heiða F

    ReplyDelete
  6. Ertu ekki að grínast Adda mín hvað þetta er flott!!! Stórglæsilegt og verður ekki toppað :)

    ReplyDelete