06 December 2012

Englar á perunni

Þetta er einn af þremur eldhúsgluggum hjá mér sá minnsti.


 Ég fékk þetta flotta járnjólatré (sem jafnframt er kertastjaki fyrir 6 spritt kerti) í gjöf frá mági mínum og svilkonu fyrir nokkrum árum og það er í miklu uppáhaldi og passar svo flott í þennan glugga.


Fyrir ofan tréið er grein með gerfi greni og hrímuðum könglu og svo set ég í hana seríu og nokkra engla


Englarnir eru alveg á perunni af því að þeir eru búnir til úr ónýtum ljósaperum.
Ég gerði þá fyrir nokkrum árum eftir að hafa séð svona engla hjá henni Hönnu sem er með bloggsíðuna Sjarmerende jul


Englavængirnir fengust í Tiger (ég hef ekki séð þá hvorki í fyrra né núna) þeir eru límdir á perurnar með límbyssu  einfaldara getur það ekki verið;).


Hægt er að nota allskonar perur og það er líka hægt að mála þær og setja á þær glimmer en mér finnst þær svo flottar eins og þær eru.
Ég er mjög hrifin af svona fallegru og einföldu föndri og ekki síst þegar maður er að endurvinna í leiðinni.


Svo er hér einn "alvöru" engil frá Himneskum herskörum 

jólakveðja Adda

2 comments:

  1. Yndislega fallegt hjá þér, eins og alltaf!

    Besta leiðin til þess að vera á perunni ;)

    ReplyDelete