29 September 2010


Þetta er svo viðeigandi og fallegt skilti

Ég læt mig dreyma um svona baðherbergi, að minnsta kosti baðkarGammel og flott, ég á mjög líka pottaleppa sem ég fékk frá mömmu nema mínir eru blágrænir, hvítir og gulir að lit. Ég set kannski inn myndir af þeim seinna.

Blómlegt kommóða í saumaherbergi

Svakalega fallegar handmálaðar dyr að barnaherbergi

Makkarónukökur, ég er búinað redda mér uppskrift hún er að vísu á sænsku en nú fer ég að prófa að baka svona flottheit

Bara fallegt

Ef ykkur vantar verkefni þá er hér prjónaður lampaskermur, nánari verklýsing er að finna hér Design*Sponge

kveðja Adda

21 September 2010

Sumarauki

yndisleg bleik hurð alveg í mínum stíl

Það er hægt það setja borð og stóla á ýmsa staði þarf ekki pall til

Rómó

Rósir, rósir alls staðar

Falleg uppstilling

Mig langar í einfaldan bekk sem ég ætal að skreyta með fulgabúri, blómum og luktum. Ég er reyndar búin að kaupa timbur í bekk en Þórgnýr minn þarf bara að finna sér tíma til að smíða hann. Hann verður líklega ekki skreyttur í ár.

Svona má líka nota bekki

Síðsumars kveðja Adda

12 September 2010

Embla 5 ára

Embla afmælisbarn 5 ára

Systkinin Styrmir, Bjarmi og Embla

Embla valdi að skreyta með rauðu í afmælinu af því að það er uppáhalds liturinn hennar

Ég bjó til pom poms úr rauðum og hvítum silkipappír og við skreyttum með þeim úti og inni

Embla vildi skreyta afmæliskökuna sjálf og hún var voða fín hjá henni

og þarna er hún að blása á 5 ára kertið sitt

Ég útbjó í tölvunni rauða og hvíta merkimiða sem ég setti á spegilinn á þeim stendur
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EMBLA

svo útbjó ég líka veifur í tölvuni með nafninu hennar til að skreyta með


Afmælisborðið, það er alltaf barnabolla í afmælum hjá mér, í henni er
epla-og appelsínusafi og sprite, voða vinsælt

Auðvitað var boðið upp á möffins þetta eru Völumöffins með limon curd inní

Pavlova

Afmælismöffins með rolo súkkulaði inn í, ég útbjó skrautið ofna á í tölvunni á þeim stóð 5 öðru megin og Embla hinu megin og svo voru nokkrir með mynd af Maríuhænu

Yndislega litla afmælisbarnið mitt ánægð við veisluborðið sitt rauð.

kveðja Adda