16 August 2010

Suðurferð

Ég keypti þessar fallegu skálar í Borð fyrir tvo á Laugaveginum Reykjavík
þær eru til í nokkrum litum og stærðum einnig eru til diskar og glös í þessu merki sem heitir Pip studio og er frá Amsterdam hér getið þið séð heimasíðuna þeirra. Ég ætla seinna að fá mér fleiri svona rómantískar skálar.

Svona er inn í fuglaskálinni

Fuglaskálinn að utan

blómaskálinn að innan

Blómaskálinn að utan

gamaldags blómamyndir

falleg móðurmynd

Þessi eftirprentun af Gullfossi að ég held var til á mörgum heimilum þegar ég var að alast upp en hún er merkt GÞ (að ég held) /-64.
Ef einhver veit hvað sú skammstöfun þýðir þá má hann láta mig vita.

Mér finnst þessi mynd æðisleg hún er svo gammel og flott.
Allar þessar myndir fékk ég í "Góða hirðinum" fyrir lítinn pening.
Ég á að vísu eftir að finna þeim stað en held að það væri voða flott að raða þeim saman á vegg.

kveðja Adda

3 comments:

  1. og pappír og kort frá PIP fæst í Sirku. En má ég spyrja hvað kostuðu þessar undurfallegu skálar? kv.E

    ReplyDelete
  2. Þessar skálar eru BARA flottar. Er búin að kíkja á heimasíðuna og væri líka alveg til í að eiga bollana, kaffið mitt yrði pottþétt betra úr þeim heldur en þeim sem ég á núna.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg
    Kveðja Kolbrún

    ReplyDelete
  3. minni skálin er 12 cm og kostar ca. 2300 kr
    stærri skálin er 15 cm og kostar að mig minnir 2900 kr
    kveðja Adda

    ReplyDelete