01 August 2010

Mömmur og múffins

Mömmur og múffins var haldið í Lystigarðinum í gær laugardag þá voru seld 1000 múffins til styrktar fæðingardeild FSA. Þórgnýr Dýrfjörð tók myndirnar.

Ég bakaði Mars múffins með smjörkremi og karmellusósu og svo er smá dass af mars súkkulaði ofaná og smá moli af marssúkkulaði inní

Svo bakaði ég Red velvet múffins sem eru rauðar með bleiku frostingskremi

Fjöldi manns mætti og naut sín í fallega Lystigarðinum okkar og stemmingin var yndisleg

Úrvalið var frábært og gaman að sjá svona fallegar kökur og skrautlegar

Auður Skúla átti þessa frábæru hugmynd, sem heppnaðist fullkomlega.

Kveðja Adda


1 comment:

  1. Ef þið megið ekki lengur selja heimabakaðar kökurnar, megið þið þá ef til vill selja formin sem muffins kakan er bökuð í og gefa kökuna?
    Þ.

    ReplyDelete