01 January 2014

Gleðilegt ár


kæru blogg vinir gleðilegt ár og takk fyrir árið sem var að líða. Mitt áramótaheiti er að vera duglegri að blogga en síðasta ár var mjög lélégt blogg ár hjá mér en batnandi mönnum er best að lifa ekki satt.



Þessi tré gerði ég fyrir jólaboð sem mamma var með 30. des, ég gerði reyndar bæði tré og jólabjöllur en  á bara þessa mynd sem maðurinn minn tók af jólatrjánum.

Mér finnst mjög gaman að búa til eitthvað til að leggja á diskana sem borðskraut fyrir veislur.

Fyrir gamlaárskvöld bjó ég til skauta til að skreyta diskana með sem má svo nota sem jólaskraut


Þórgnýr maðurinn minn tók myndirnar










Ég vona að nýja árið færi ykkur gæfu og góða heilsu
Kveðja Adda

6 comments:

  1. Ofurkrúttlegir skautarnir og flottar myndir! Alltaf gaman að sjá þínar fallega útfærðu hugmyndir Adda.

    Hlakka til bloggferðalagsins með þér á nýja árinu,
    bestu kveðjur,
    Kristín

    ReplyDelete
  2. Takk stúlkur mínar og gleðilegt ár, vona að við hittumst oftar á komandi ári <3

    ReplyDelete
  3. Allt svo fallegt. En hvernig bjóstu til skautajárnið?
    Gleðilegt ár mín kæra.
    Bryndís

    ReplyDelete
  4. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  5. Skautajárnið er bara úr pappír (cheriospakka) sem ég þek með lími og glimmeri

    ReplyDelete