31 March 2013

Gleðilega páska

Ég komst í smá föndurstuð í dag og ákvað að búa til aðeins meira páskaskraut ekki seinna vænna
 Eggjbakki undan sex eggjum 
 Ég prentaði út gamaldags páskamyndir af netinu 
og límdi eina þeirra á eggjabakkann ásamt belikum blúnduborða, hvítum fjöðrum og nokkrum blómum


og inn í eru nokkur egg sem ég var búin að mála og setja glimmer yfir
Ég keypti tvö pappa egg í Tiger og málaði annað jósbleikt og hitt ljósgrænt
og drekkkti þeim að sjálfsögðu í glimmer
 Síðan límdi ég blúndu bút ofan á eggin sem ég klippti út úr gamalli gardínum og bætti smá blúnduborða á hliðarnar á egginu þar sem samskeytin eru
 Hér er ljósgræna eggið
 og hér er það bleika

 hér eru þau svo saman í vírkörfu sem ég keypti í Blómaval

Voða sæt saman
 Það bleika....
 ... og það ljósgræna

Hér er svo afrakstur páskadagsföndurs

Gleðilega páska!

kveðja Adda

30 March 2013

Páskarnir heima

Ég hef aldrei verið mikið fyrir páskaskraut og oft skreytti ég ekkert fyrir páskana. Ég held að það hafi skannski stafað að því að guli liturinn hefur aldrei verið minn. En fyrir nokkrum árum uppgötvaði ég að ég gæti bara notað pastel litri í staðinn og síðan þá hef ég notað þá til að skreyta fyrir páskana hjá mér.


Ég er alltaf með grein sem ég klippi af trjánum í garðinum mínur 2-3 vikum fyrir páska og skreyti með páskaeggjum og ungum
Svo er ég með bakka dellu eins og fleiri og þessi hugmynd að snúa tvöfalda bakkanum úr RL er komin frá henni Dossu vinkonu minni í Skreytum hús


Kanínubakki


Páskakerti þarna límdi ég bara gamanldags páskakort á bleikt kertiTúlipanar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnast þeir alveg ómissandi sem páskaskraut og ekki verra ef þeir eru bleikir.


þessi skemmtilega kassa fékk ég í A4 fyrir jólin


Kanínan fékk smá páskaslaufu


BorðastofanÞetta krútt er úr Tiger


Páskabakki


Þessi dásemdar krútt fékk ég í  Blómaval á útsölu eftir páskana í fyrra og mér skilst að fáist þar núna


þessa mynd prentaði ég út á netinu og gerði aðeins gammel með brúnum tússlit á brúnirnar


Þennan geggjaða kertastjaka fékk ég í Býfluginu og blóminu og fæst í tvemur stærðum og ég á örugglega eftir að kaupa stærri stjakann líka
Hvíta eggið er úr Sirku
Bakkinn góði komin í páskagírinn
Ég fékk þennan skemmtilega bakka á markaði hjá ABC barnahjálp
Glimmer egg skreytir kertastjakan frá Margréti Jóns


Páskahjarta með kanínu


Pappa páskaegg sem ég gerði fyrir páskana í fyrra og sjá má nánar hér Í krukkuni er pappírsegg sem ég gerði fyrir páskana í fyrraGleðilega páska

kveðja Adda

29 March 2013

Hey kanína

Ég rakst á einfalda en sæta hugmynd á vafri mínu um netheima um daginn og ákvað að prófa að gera svona handa frænkum mínum sem þá voru í heimsókn.Þetta er  lítill kanínu poki úr fílti sem setja má eitthvað góðgæti í. 
Ég fann uppskriftina hér þó svo að það þurfi varla uppskrift af þessu þetta er svo einfalt.


Ég fór í A4 og keypti 30 cm af bleikt fíltiog náði úr því í 3 poka.


Ég vildi ekki hafa þær alveg eins og því eru þær ekki með eins efni inni í eyrunum og slaufurnar eru í sitthvorum litnum.


Slaufurnar eru úr Tiger önnur bleikköflótt 


og hin fjólublá köflótt


Ég saumaði útlínurnar á kanínunni en skildi eftir op á milli eyrnanna svo setti ég nokkur pínulítil súkkulaði egg innan í pokann og batt þá saman með slaufunni. Einfalt en vakti mikla lukku.

Eru þær ekki miklar krúttbombur?

kveðja Adda