Ég er sem sagt búin að eignast fallega tertufatið frá Pip studio, ég fékk það í afmælisgjöf en það fæst í Blómabúð Akureyrar.
Þetta sett er alveg ómissandi á pallinn plastglas og járn kassi (Blikkbelja) úr Sirku. Plastdúkurinn er úr Rúmfatalagernum og fæst líka í grá/brúnu og ljósgrænu, ég er að hugsa um að fá mér líka þann grá/brúna.
Hvíta kannan og hvíta staupið sem ég nota þarna undir sultu og skálin á fæti er frá Margréti Jóns leirlistakonu, það er bara allt dásamlegt sem hún gerir.
kveðja Adda
svo sætar myndir Adda en er þetta örugglega tekið sumarið 2011 ekki gamlar myndir !!! ;) nema þú búir í öðrum bæ en ég...
ReplyDeletekv. Ella
þetta er SVO fallegt!
ReplyDelete