17 February 2010

nýtt af prjónunum

Embla og Dóra með húfur sem ég prjónaði og Embla kallar býkúpur. Ég gerði líka svona húfu handa Karítas en hún var í fjólubláum tónum

Peysa handa Emblu, hún heitir Bláklukkur og er úr léttlopa

Kápa frá mér til mín úr lopa og tvöföldum léttlopa

Peysa úr léttlopa sem ég prjónaði á Styrmi í fyrra haust og hann hefur ekki farið úr síðan

Peysa handa Styrmi úr Lopa

Nú er ég með barnakjól á prjónunum en svo þarf ég líka að fara að búa til fleiri perlukrossa, einnig þarf ég að fara að gera upp borðstofuborðið og stólana svo fátt eitt sé talið.
Það eru næg verkefni en vantar bara dálitla drift

kveðja AddaNo comments:

Post a Comment