18 April 2014

Bleik fermingarveisla

Ég var svo heppin að fá að skreyta í fermingarveislu systur dóttur minnar um síðustu helgi.
Liturinn var bleikur svo ég var alveg á heimavelli og hér er smásýnishorn frá veisluni.


Fermingastúlkan að knúsa frænku sína. En þessi stúlka er jafn fallega að utan sem innan


Fermingartertan var dásamlega góð ísterta frá Kjörís


Ég skar út nokkur svona fiðrildi sem voru skreyting á borð gestana. Þau voru að sjálfsögðu rómantísk og bleik.


Bleikar servíettur og bleikar rósirFjölhæfa fermingarbarnið spilar fyrir gesti sína.


Ég útbjó veifur frá grunni, fann bakgrunn með vintage/gamaldagsveggfóður í rómantískum litum með blómamynstri. Klippti út veifur og prenntaði svo út stafi og límdi á veifurnar. 


 Þarna stendur "Fermingardagur Karitasar 30. mars 2014"Eftirrétta kökuborðið


Gjafaborðið, eins og þið sjáið gerði ég pom pom´s (bóndarósir) í þremur litum og nokkrum stærðum.
Þarna sést aðeins glitta í fallega grein sem var með bleikum blómum á
og ég skreytti með ballerínum sem ég bjó til. Það er hægt að sjá þær nánar hér á síðunni minni "Festar og fallegt skart"


Balletskór fermingabarnsins undir glerhjálmi


Ég gerði þessi kerti. Það er frábært þegar fermingamyndirnar eru komnar fyrir fermingu því þá er hægt að nota þær á kerti


Nærmynd af kertinu


Bestu vinkonur og frænkur Dóra og Embla


 Emblan mín.

Myndirnar tók Þórgnýr maðurinn minn

kveðja Adda

2 comments: