10 February 2013

Bolludagur


Bolludagsborðið


Fyrir nokkrum árum var ég leikskólastjóri í leikskólanum Klöppum á Akureyri, þetta var lítill og sætur leikskóli sem staðsettur var í gömlu einbýlishúsi á besta stað í bænum. En árið 2006 var ákveðið að leggja leikskólann niður og þá langaði okkur starfsfólkið í leikskólanum að gera eitthvað smálegt svona í minningu leikskólans og til fjáröflunar kynnisferðar fyrir starfsfólkið til Köben. Við ákváðum að gera matreiðslubók Klappa en í henni var að finna uppskriftir sem Eygló matráður  notaði í leikskólanumog svo fylltum við upp með uppskriftum frá starfsfólkinu. Ég tók að mér að búa til bókina til frá A til Ö. 
Þessi matreiðslubók varð geysivinsæl, ég nota hana enn mjög mikið og bolludagsbolurnar mínar eru úr henni eftir uppskrift frá Eygló snillingi;) Ég sakna leikskólans ennþá en það er gott að eiga fallegar minningar um frábæran tíma með dásamlega starfsfólki og yndislegum börnum og foreldrum.


 Hér sjáið þið uppskriftina sem heita danskar gerbollur 


Hér eru bollurnar nýbakaðar og girnilegar

 Nákvæmlega


Bolludagsborðið


Með smá vorfíling


Einstök bolla


Yfirlitsmynd


Bollur á beliku fati


 RL standurinn stendur alltaf fyrir sínu og fékk smá breytingu í tilefni dagsins


bleikt og bjútfúll


Er þetta ekki bara svolítið pastel fallegt


Aðeins fleiri myndir af standinum góða


Hjarta má aldrei vanta enda er svo gaman að skreyta með þeim


Túlipanar minna á komandi vor en ég var svo heppin að maðurinn minn færði mér um 40-50 túlipana þegar hann kom heim frá Hollandi og ég var himin lifandi en að sjálfsögðu gleymdi ég að mynda þá.


 Eins og ég hef áður sagt þá er allt fallegt í mununum frá henni Margréti Jóns leirlistakonu ég þreytist ekki á að  dásama hana.


Eins og þið sjáið þá er ég með skálar við matardiskana en það er þannig að ég borða helst ekki rjóma nema kannski í einhverju og það var áskorun fyrir móður mína þegar ég var lítil hvað ætti að setja á milli í mína bollu, það var prófað alls konar búðingar en ég sjálf nota yfirleitt bara rjómaís mér finnst það langbest. Við erum því alltaf með ís líka með bollunum. Þessar skálar eru algjört æði þær eru fjórar í pastellitum, bleikum, ljósgrænum, bláum og gulum en Begga svilkona mín gaf mér þær fyrir nokkrum árum.Stóru kertastjakarnir frá ... jú... Margréti Jóns eru alltaf svo flottir og það er engin veisla hjá mér fyrr en þeir eru komnir á borðið og það er svo gaman að skreyta þá pínu með hjörtum og mislitum kertum


 Þessa hafið þið nú séð áður en hana fengu mamma og pabbi í brúðkaupsgjöf og hún er alltaf svo falleg


Bollur, bollur allstaðar


Bolluís namm namm prófið bara mæli með þessu

Ég vona að þið eigið öll gleðilegan bolludag
veði ykkur að góðu

kveðju Adda


5 comments:

 1. En girnilegt og pastel litirnir eru guðdómlegir!

  ReplyDelete
 2. Nammi namm!! Bæði bollur, bollar og blúndur algjört nammi :)

  ReplyDelete
 3. Fallegt bolludagskaffi hjá þér, yndislegir litir ,kósýheit og girnilegar bollur :)

  ReplyDelete
 4. Hello!
  After visiting your blog, I invite you to join us in the "International Directory Blogspot".
  "International Directory Blogspot" It's 165 Countries and 8790 Websites !
  Missing yours join us
  If you join us and follow our blog, you will have many more visitors.
  It's very simple, you just have to follow our blog, enter your Country and your blog url in a comment, and you will be automatically integrate into the Country list.
  We are fortunate to be on the Blogspot platform that offers the opportunity to speak to the world and to share different passions, fashion, paintings, art works, photos, poems.
  So you will be able to find in different countries other people with passions similar to your ones.
  I think this community could also interest you.
  We ask you to follow the blog "Directory" because it will give you twice as many possibilities of visits to your blog!
  Thank you for your understanding.
  Please follow our blog, it will be very appreciate.
  I wish you a great day, with the hope that you will follow our blog "Directory".
  After your approval to join us, you will receive your badge
  We ask that you follow our blog and place a badge of your choice on your blog, in order to introduce the "directory" to your friends.
  Regards
  Chris
  I follow your blog, I hope it will please you
  To find out more about us, click on the link below:
  http://world-directory-sweetmelody.blogspot.com/

  ReplyDelete