17 June 2012

17. júní

Innilega til hamingju með daginn. Hér er löng hefð fyrir því að útskrifa stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri á 17. júní og setur það mjög mikin svip á hátíðarhöld dagsins. Í dag fór ég í tvær útskriftarveislur og bakaði þessar bollakökur fyrir aðra veisluna. Ég er lengi búin að ætla að prófa að búa til bollakökuform út pappírsblúndudúkum (fást meðal annars í Tiger)og lét loksins verða af því og er bara mjög sátt  við útkomuna.



Svo bjó ég til rolo bollakökur með sykursætu bleikt bollakökukremi og setti það að fína bollakökustandinn minn sem er eins og fuglabúr. Ég fékk standinn í Snúðum og snældum, hann sést ekkert sérstaklega vel á myndinni. Ég hef alltaf gleymt að mynda standinn þegar ég hef notað hann og tók þessa mynd á símann minn þegar í veisluna var komið. Ég set bara inn betri myndir seinna.




Svo þurfti ég að reyna að finna útskrifta gjafir og ég var alveg í stökustu vandræðum með hvað ég ætti að gefa stúlkunum. Ég gaf annari armband eftir mig og þá var hin gjöfin eftir, sú stúlka átti þegar armband eftir mig svo ég varð að finna eitthvað annað.


Svo var það loksins í morgun að mér datt í hug að sauma bara englapúða handa stúdínunni 


Ég skellti mér í saumaskapinn  á milli þess sem ég skreytti bollakökurnar og...
...vollla hér er svo niðurstaðan.


Bara nokkuð vel af sér vikið miða við stuttann fyrirvara

Ég vona að dagurinn hafi verið ykkur ánægjulegur.

kveðja Adda



4 comments:

  1. efstu kökurnar eru svoooo sætar, hvernig gerir maður form úr blúndum?

    ReplyDelete
    Replies
    1. blúnduformin gerir maður bara úr pappírsblúndudúkum. Sjá hér http://pinterest.com/pin/94857135871883298/

      kveðja Adda

      Delete
  2. Vá glæsilegar möffins, ekki amalegar á veisluborðið þessar :) Og púðinn flottur, ég hafði gaman af að lesa um tímasetninguna á saumaskapnum, dásemdin ein og alltaf bjargast þetta einhvern veginn hjá manni!

    ReplyDelete
  3. mmmmhhh girnilegar muffins og rosa flottur púðinn.... nokkuð góð redding myndi ég segja

    ReplyDelete