Svona leit borðastofuborðið út áður en við byrjuðum. Við vorum lengi búin að ætla að taka borðstofuhúsgögnin í gegn. Sessurnar á stólunum voru orðnar mjög signar og ómögulegt að sitja á þeim, borðið var líka illa farið með blettum sem ekki náðust af og fleira.

Borðið

Stólarnir fyrir breytingu

Þarna er Þórgnýr búin að taka sessurna af stólunum í sundur og er að strekkja strigaborðana áður en hann skipti um svamp og setti á nýtt áklæði

Stóll í vinnsu búið að pússa og grunna og verið að kalkmála.
Við ákváðum að nota Kalkliti frá Auði Skúla, en mig hafið lengi langað til að prófa þá.
Við fórum og hittum Auði og fengum fínar ráðleggingar hjá henni og manni hennar Hirti, þau voru alveg frábær og með einstaka þjónustu. Hér getið þið sé fyrirtæki þeirra Kalkliti, ég mæli með þeim. Liturinn sem við völdum er frekar nýr hjá þeim og heitir Gritti. Kalklitirnir eru líka seldir í Bykó.
Strípaður stóll fyrir málningu
hér er búið að kalkmála stólinn

stólar í miðju ferlinu
Skrautið á borðfótunum eftir að blaðsilfur hefur verið sett á þá og lakkaði yfir
Skraut á miðju borðinu, einnig með blaðsilfur

borðstofan tilbúin!

nánari mynd af stól eftir breytingu,
ég setti blaðsilfur á skrautið á stólunum og lakkaði yfir

Svona líta stólarnir út núna.
Ég var lengi að finna rétta áklæðið því það er ekki allt sem gengur við svona gráan lit
Nærmynd af sessunni

Allt tilbúið og flott, þá mega gestirnir bara fara að koma
Kveðja Adda