A4 hannyrði og föndur skoraði á nokkrar bloggara að koma og skoða úrvalið sem er í verslunum þeirra, síðan máttum við velja okkur efni til þess að vinna úr. Við höfðum algerlega frjálsar hendur um efnisval.
Með í þessari áskorun eru 10 önnur frábær íslensk blogg.
Hér eru hin bloggin og ég hvet ykkur til þess að fylgjast með þessu frá byrjun til enda:
Rósir og rjómi
Frú Galin
Fífur og Fiður
mAs
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Heimilisfrúin
Manicure lover
Deco Chick
Frú Galin
Fífur og Fiður
mAs
Blúndur og blóm
Svo margt fallegt
Heimilisfrúin
Manicure lover
Deco Chick
Síðan er náttúrulega bara málið að smella like á A4 – hannyrði og föndur, á Facebook
Ég fór í A4 og þar er sko nóg úrval af alls konar efnivið fyrir fínar hugmyndir og það var vandi að velja úr og á endanum valdi ég mér blúndustensla
Það voru 4 stenlar í pakkanum
Ég átti glerkrukkur sem ég ákvað að prófa að stensla á
Ég límdi stensilinn á krukkuna (það er aðeins lím á þeim)
Það var ekki til neins sérstök glermálning en á málningunni frá Mörtu Stewart og á henni stendur að hana megi nota á við, gler, málm og efni þannig að ég ákvað að nota hana.
Ég bar málninguna á með kökuspaða eins og ég væri að spasla.
Svo tók ég stensilinn af og kláraði að stensla hringinn á krukkunni.
Ég í fljótfæri mínu (surprise surprise)gleymdi að taka myndir þegar ég stenslaði á stærri krukkuna

svo hér eru þær báðar tilbúnar.
Ég vona að þetta verði aðeins til að ýta við mér að fara að blogga meira og ég er strax komin með hugmynd að nýju verkefni.
Takk kærlega fyrir mig A4 og munið svo að kíkja á hinar bloggsíðurnar sem eru með í áskoruninni.
kveðja Adda