05 December 2012

Snemmbúið jólaborð

Ég tók aðeins forskot á sæluna og snaraði upp jólaborðinu fyrir ljósmyndara sem kíkti í heimsókn hans myndir sjáið þið á öðrum vettvangi í næstu viku.
Hér sjáið þið smá brot af myndum sem ég tók við það sama tækifæri.

Ég á nokkra bæjar og kaupstaðardiska og svo á ég líka diska með kirkjumyndum víðsvegar af landinu. Þetta byrjaði með því að ég fékk gefins disk með mynd af Akureyarkirkju og smátt og smátt fór ég að grípa með mér disk og disk þegar í rakst á þá í Góða hirðinum, Fjölsmiðjunni og á flóamörkuðum. Nú á ég dágott safn og nota þá fyrir forrétti og eftirrétti. Það er mjög gaman að nota þá þegar við fáum gesti og þá reyni ég yfirleitt að finna kirkju eða bæjarmynd sem tengist viðkomandi og ég er voða glöð þegar ég rekst á kirkju eða bæjarmynd sem ég veit að tengist einhverjum sem ég þekki. Mamma fær t.d. Húsavíkurkirkju af því að hún er frá Húsavík og maðurinn minn fær mynd frá Siglufirði af því að hann er þaðan. En stundum vantar mig diska fyrir fólk sem kemur stundum hingað í mat t.d. vantar mig mikið disk frá Vestmannaeyjum og Dalvík;) Þetta skapar oft skemmtilegar umræður við matarborðið enda eru diskarnir misfallegir og vellukkaðir.


Nafnahjarta til að merkja sætin


Akureyrardiskur fyrir forrétinn. 


Ólafsfjarðardiskur fyrir Bjarma


Siglufjarðardiskur fyrir Emblu


Svona lítur hann út


Adda fékk Akureyrarkirkju


Yndislega fallegur diskur ég á nokkara diska með mynd af Akureyrarkirkju og Akureyri



Glerkúpull á tertufati frá Margréti Jóns ég hætti aldrei að dásama hlutina frá Margréti þeir eru allir svo fallegir


Undir glerkúpulinn setti ég allskonar kúlu sem ég haf safnað að mér í gegnum árin og mér finnast jólakúlur í pastellitunum algjört æði.


Síðan set ég litla rafhlöðu seríu með inn í kúpulinn og spreyja ofan á hann jólansjó og glimmer;) svo hannn fái vetrarlegt útlit.


Hjarta sem ég bjó til mér finnast þau svo flott á stóru kertastjakana frá........ jú en ekki hvað Margréti Jóns

Ef þið viljið sjá meira þá verðið þið að bíða þangað til í næstu viku


jólakveðja Adda

1 comment: