30 June 2012

Í tilefni kosninga eða ekki

Ég á svartan síma eins og svo margir aðrir og er svo sem ekki í frásögu færandi nema að þeir sem þekkja mig vita að ég er nú meira fyrir aðra liti en svart (þessi tegund af síma fékkst ekki í nema svortu og gráu).


Ég var mikið búin að leita af einhverju hulstir helst með blómamynstri eða í fallegum lit en fann ekkert.
Svo var það í dag að ég ákvað að skreyta hann aðeins í tilefni kosningana



Ég notaði tvöfalt límband(málningalímband) blúndi og perlur sem ég átti á límborða en klippti hann niður og gat raðað perlunum á blúnduborðan þar sem ég vildi hafa þær.


Jæja hvernig líst ykkur svo á?

Ég vona að þið njótið dagsins í blíðuni hvað svo sem þið hafið kosið

kveðja Adda

22 June 2012

Poka hjörtu

Mig vantaði svo eitthvað fallegt utan um hjörtun sem ég er að gera og loksins datt ég ofan á hugmyndi. 







Ég átti nokkkra brúna bréfpoka (eins og maður fær í Ríkinu) og klippti þá í tvennt og límdi saman botninn á öðrum pokanum og var þá komin með tvo poka. 



Síðan límdi ég pokann fastan við A4 blað og prentaði út mynd á hann með prentaranum mínum


Ég fann fullt að gamaldags myndum á Graphics Fairy


Hér er gamaldags fuglamynd


Ég keypti mér svona blúnduskera í fyrra og er búin að vera að nota hann til ýmsa verka


En ég sem sagt notaði blúnduskerann til þess að klippa ofan af pokunum


og þá kemur svona fallegt munstur


sem sést betur hér


Hér er hjata á leið ofan í pokann sinn


Ég er ótrúlega ánægð með þessa lausn hvað finnst ykkur?


Svo er það nýjasta nýtt kertaluktir með gamaldags myndum
 já það er alltof lítill tími miða við allar hugmyndirnar sem ég þarf að framkvæma kannist þið við það?

kveðja Adda

17 June 2012

17. júní

Innilega til hamingju með daginn. Hér er löng hefð fyrir því að útskrifa stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri á 17. júní og setur það mjög mikin svip á hátíðarhöld dagsins. Í dag fór ég í tvær útskriftarveislur og bakaði þessar bollakökur fyrir aðra veisluna. Ég er lengi búin að ætla að prófa að búa til bollakökuform út pappírsblúndudúkum (fást meðal annars í Tiger)og lét loksins verða af því og er bara mjög sátt  við útkomuna.



Svo bjó ég til rolo bollakökur með sykursætu bleikt bollakökukremi og setti það að fína bollakökustandinn minn sem er eins og fuglabúr. Ég fékk standinn í Snúðum og snældum, hann sést ekkert sérstaklega vel á myndinni. Ég hef alltaf gleymt að mynda standinn þegar ég hef notað hann og tók þessa mynd á símann minn þegar í veisluna var komið. Ég set bara inn betri myndir seinna.




Svo þurfti ég að reyna að finna útskrifta gjafir og ég var alveg í stökustu vandræðum með hvað ég ætti að gefa stúlkunum. Ég gaf annari armband eftir mig og þá var hin gjöfin eftir, sú stúlka átti þegar armband eftir mig svo ég varð að finna eitthvað annað.


Svo var það loksins í morgun að mér datt í hug að sauma bara englapúða handa stúdínunni 


Ég skellti mér í saumaskapinn  á milli þess sem ég skreytti bollakökurnar og...
...vollla hér er svo niðurstaðan.


Bara nokkuð vel af sér vikið miða við stuttann fyrirvara

Ég vona að dagurinn hafi verið ykkur ánægjulegur.

kveðja Adda