16 November 2012

Saumaæði eða mæði


Eins og þið vitið sem hafið verið að reyna að fylgjast með blogginu mínu þá hef ég ekki verið mjög dugleg að blogga upp á síðkastið en ég hef samt verið að sýsla ýmislegt.


Það hefur drjúgur tími farið í að gera kertaluktir sem ég er að selja á síðunni Festar og fallegt skart og húsið hjá mér meira og minna á hvolfi og allir fjölskyldumeðlimir eru endalaust að tína spotta og þræði hver af öðrum;)



Ég hef bara ekki undan að búa til luktir og hjörtu því mér dettur alltaf eitthvað nýtt í hug til að búa til t.d. er ég að gera kertaluktir með dýramyndum, fyrst af hreindýrum 


og svo voru það íkornar, uglur og svo fannst mér vanta íslensk dýr og því er ég búin að gera krumma lukt sem vonandi minnir ekki að ljóð eftir Edgar Allan Poe en mér finnst hann flottur.


og svo eru jólin á næsta leiti og þá þarf að gera jólaluktir o.s.frv.


Engla luktir


Jólasveinaluktir



Jæja ég ætla að vera með á jólamarkaði sem haldin á Punktinum í Rósenborg á morgun laugardag kl 13.00-16.00 og þá fannst mér ég yrði að vera líka með jólasokka. Ég gerði nokkra fyrir jólin í fyrra sem hægt er að sjá hér.
Svo var ég í Rauða krossinum og rakst þá á mjög fallegan dúk með útsaumi, hann var blettóttur svo ég hugsaði æ ég get ekki notað hann á borð og ætlaði að fara að skila honum en þá datt mér í hug að það væri sniðugt að búa til eitthvað úr honum.


Úr dúknum urðu svo til þessir jólasokkar sem hver er með sínu lagi og það er engin þeirra eins


 Hér er svo afraksturinn sem fer á jólamarkað á morgun. 


Er þetta ekki fallegur útsaumur?


Það er misjafnt hvar blómin eru á sokkunum og hver hefur sína blúndu






 Þessi blúnda af gardínu sem ég keypti í sama skiptið og dúkinn í Rauða krossinum.
Það eru fleiri sokkar á saumaborðinu sem ég sýni ykkur kannski seinna.
Hvernig líst ykkur á?

 Einnig eru fleiri verkefni  sem bíða eftir því að frúnin á bænum gefi sér tima til að huga að þeim og svo eru önnur verkefni í miðjum klíðum og svo þarf að jólaföndrast eitthvað meira, gaman gaman huuáhalds árstíminn minn er runninn upp.
Vonandi hitti ég einhver ykkar í Rósenborg á morgun ég vona að þið eigið góða helgi kæru vinir.

kveðja Adda










4 comments:

  1. Tærasta snilld Adda þessir sokkar sem þú gerir úr efni sem flestir hefðu hent, þetta líkar mér svo vel að ég get ekki lýst því :)!!
    Til hamingju með þetta og gangi þér vel á markaðinum á morgun :)

    ReplyDelete
  2. Ótrúlega fallegt og vantar ekki hvað þú ert hugmyndarík :-) Gangi þér vel á markaðnum.

    ReplyDelete
  3. takk fyrir hrósið það hlýjar

    ReplyDelete
  4. Hæ, kíki stundum á síðuna þína. Þessir sokkar sem þú gerðir úr dúkum eru tær snilld. Sigrún Guðmundsdóttir textilkennari í H 'i gaf einu sinni út bók sem hét Föt á börn 0-6 ára og noptaði samskonar dúka í ungbarnaföt. :)

    ReplyDelete