Það er í nógu að snúast í desember enda er hann með uppáhaldsmánuðunum mínum. Mér finnst stundum að
hann sé styttri en aðrir mánuðir einhverra hluta vegna og það er óvenju stutt á milli helga
Ég tók þátt í jólamarkaði sem haldin var í gömlu slippstöðinni hér á Akureyri í dag og það var mjög skemmtilegt
hér er mynd af borðinu mínu fullt af jólagossi;)
Armbandsúrvalið hjá frúnni
Ég kepti þetta jólatré hjá konu sem var líka á markaðinum
það er búið til úr bók og hér má sjá kápuna
Hún var einnig með þessi skemmtilegu lopatré eða kannski er betra að segja trjálopi
og svo keppti ég líka þennan krans af þessari sömu konu sem ég man bara alls ekki hvað heitir því miður.
Ég er mjög hrifin af svona endurvinnslu hugmyndum
Svo keypti ég líka þessi litlu og krúttlegu jólatré af ungum mönnum sem þarna voru og ég veit því miður ekki hvað heita heldur en þeir eru mikið í Punktinum á Akureyri. Þeir voru líka með þessi jólatré græn á lit.
Þetta var frábær markaður með mörgum fallegum og eigulegum hlutum. Það eru svo margir að gera flotta og skemmtilega hluti.
Það er til jólalykt á flöskum án gríns frá Cabtree & Evelyn og þessar eru mitt uppáhalds. Ljósi spreybrúsin er Windsor forest sem er konungleg greni/könlga skólgar lykt og ég nota mikið á aðventunni. Rauða spreyið er Noel sem er kryddaður ilmur með appelsínu og trönuberja likt og það er að mínu mati hátíðleg jóla lykt og hana nota ég mikið yfir hátíðarnar. Ég er búin að eiga Noel lyktin í mörg ár bæði sem reykelsi og sprey frábær vara ég mæli með.
jólakveðja Adda
svo margt fallegt!
ReplyDeleteAllt svo skemmtilegt og vá hvað úrvalið hefur verið flott hjá þér þarna á markaðinum :)
ReplyDeleteHæ
ReplyDeleteFlott og girnilegt hjá þér borðið í Slippnum. En konan sem gerir svona margt sniðugt, bækurnar, lopatréð og pappírskransinn heitir Kristín Ísleifsdóttir. Strákarnir eru frá Geðlist en þessi sem gerir jólatrén úr leir heitir Sigurður.
Öll eru þau dugleg að nýta sér vinnuaðstöðuna á Punktinum.
Kveðja og Gleðileg jól kæra Adda
Ella Ingólfs.
Takk fyrir Ella mín
ReplyDeleteég var einmitt að vona að það væri einhver sem vissi nöfnin á þessu duglega fólki leiðinlegt að vera að sýna eitthvað sem maður veit ekki hver gerði;)
kveðja Adda