08 September 2012

Enn af hjörtum, luktum og pokum

Jæja það mætti halda að ég hefði sofið Þyrnirósarsvefni upp á síðkastið slík hefur framistaða mín verið hér á blogginu. Ég er að reyna að rífa mig upp og fara að blogga meira og svo mætti aðeins taka til hendinni við eitt og annað hér á heimilinu.


Sumarið hefur svolítið farið í að gera hjörtu og kertaluktir 


Þær eru voða fallegar þegar búið er að kveikja á þeim og þá skín ljósið svo fallega í gegnum myndina


Þetta næst nú ekki alveg á mynd svona yfir hábjartann daginn en kannski set ég inn betri myndir seinna þegar tekið er að rökkva.


Ég er með allskonar gamaldags myndir bæði barnamyndir og englamyndir



Englar að biðja svo krúttlegir svona saman finnst mér


Svo eru það hjörtun sívinsælu en þau hef ég gert með ýmsum hætti eins og ég hef áður fjallað um hér á blogginu


Sætar sundsystur


Englar


Kona í kápu
Þið getið kynnt ykkur hvað ég er að gera hér á sölusíðunni minni Festar og fallegt skart á facebook


En sem sagt þá var ég búin að vera að hugsa um umbúðir utan um hjörtun og kertaluktirnar því ég vildi gera sjálf eitthvað fallegt utan um vöruna mína. Svo datt mér í hug að prenta á bréfpoka með gamaldags auglýsingum sem ég fjallaðu um hér á blogginu. Þegar ég var búin að gera slattta af pokum þá datt það niður í hausin á mér "af hverju slæ ég ekki bara 2 flugur í einu höggi og set upplýsingar um mig á pokana þá þarf ég ekki að vera líka með nafnspjöld". 
Svo ég gerði nokkrar tilraunir með það og þetta varð niðurstaðan sem þið sjáið hér að ofan.


Þá varð ég að finna eitthvað til að loka pokunum með og datt þá í huga (hafði séð það einhverstaðar á netinu) að setja blúndur á klemmur og nota þær til að loka pokunum.




Svo niðurstaðan varð þessi! 
Hvernig líst ykkur á?


Nærmynd af klemmunni


Ég nota klemmur  í tveimur stærðum og hér sjáið þið þær


Hér er svo pokinn nærmynd

Nú er hægt að kaupa hjörtun, kertaluktirnar og perlukrossa nína í verslunni Cabo í Keflavík

kveðja Adda

6 comments:

  1. Fallegt allt saman! Kertaluktirnar eru samt mitt uppáhald :)
    Kv. Hannaha

    ReplyDelete
  2. Æðislegar vörur og umbúðirnar mjög fallegar, tala nú ekki um klemmurnar :)

    ReplyDelete
  3. Fallegt hja ther alltsaman. Ein spurning eru kertaluktirnar ur efni eda pappir?
    Kv. Brynja

    ReplyDelete
    Replies
    1. Takk fyrir Brynja en kertaluktarnar eru úr efni og svo er glerglas inn í
      kveðja Adda

      Delete
    2. Bara yndislegt. Notalegt ad koma inn a siduna allt svo lekkert.

      Delete
  4. frábært nú þarf ég bara að skokka út í næstu götu og næla mér í dásemdir frá þér. Pokinn er algjör snilld hjá þér.
    Ælta sko að kikja í cabo á morgun ;)
    kv Stína

    ReplyDelete