14 August 2012

Púðaprýði

Ég saumaði þessa púða í sumarfríinu mínu eiginlega af því að mig og vinkonu mína vantaði afmælisgjafir


Þennan púða gerði ég fyrir vinkonu mína sem gaf hann annari vinkonu okkar í afmælisgjöf


Hann er úr dökkgráu efni sem lítur úr fyrir að vera úr hör en er mjög létt og lipurt og krukklast ekki eins og hörefni.


Ég gerði þennan handa kærri vinkonu í afmælisgjöf


Hann er úr ljósu "hör"efni og (myndin er að okkur vinkonunum í baðfötunum að koma upp úr pottinum hennar;)


Hérna er mynd af púðunum saman í sófanum áður en þeir fóru til nýrra eiganda


Þennan gerði ég eftir jólin þegar ég var búin að pakka jólapúðunum niður og mig vantaði eitthvað í staðinn.


Þarna er púðinn innpakkaður og tilbúin fyrir nýjan eiganda

Það eru fleiri púðar í bígerð en meira um það seinna

kveðja Adda

9 comments:

  1. Ohhhhhh - þeir eru yndislegir! Svo mikið dásamlegir, ertu ekki að selja svona líka? :)
    Ættir í það minnsta að fara í þann business!

    *knúsar

    ReplyDelete
    Replies
    1. já Dossa mín það getur bara vel verið;)

      Delete
  2. Jedúddamía hvað þetta eru fallegir púðar ! Til hamingju með þetta allt saman :-)

    ReplyDelete
  3. Virkilega fallegir púðar! Langar að gera púða í barnaherbirgi, þolir svona mynd þvott?
    Kv. Hannaha

    ReplyDelete
    Replies
    1. það stendur að það megi þvo myndirnar á 30° en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það
      k. Adda

      Delete
  4. Dásamlegir alveg, eiginlega himneskir!!!!
    Kveðja, Svala

    ReplyDelete
  5. Yndislega fallegir púðar!
    Kveðja, Lilja

    ReplyDelete
  6. takk kærlega fyrir hólið kæru konur það hlýjar og kætir
    kveðja Adda

    ReplyDelete