14 September 2012

Koddahjal


Þessa mynd tók Þórgnýr maðurinn minn (hann er ótrúlega góður ljósmyndari eitthvað annað en ég,  hér getið þið séð myndirnar hans) af Emblu um síðustu jól og mér finnst hún mjög falleg og lýsa henni mjög mikið


Ég hef síðan þá ætlað að búa til púða með myndini  en kom því ekki í verk fyrr en núna 


og hann kom svona út.


                                                             Svo rakst ég á þetta krútt



Bara sætur ekki satt?


RL lífsstílsbúð ég segi ekki meir

Svo var ég búin að sauma kanínupúða handa Emblu en átti eftir að troða í hann og ég finn hann hvergi svo ég verð að sýna ykkur hann seinna.

kveðja Adda


2 comments:

  1. OMG - ég af stað í lífsstílsbúð allra landsmanna :) Púðinn með dótturinni er líka dásemd!

    Eigðu góða helgi mín kæra!

    ReplyDelete